Dómarinn velkominn með til Moskvu...

Hafði orð á því við Arsenalmann í dag að þessi leikur færi annað hvort 0-0 eða 1-1, og ég reyndist sannspár. Verst að hafa ekki tippað á Lengjunni. Dómarinn átti stórleik, og lét ekki glepjast af bellibrögðum og leikrænum tilburðum. Hann er velkominn með manni til Mosvu í vor, því jafnteflið í kvöld var bara enn eitt mikilvæga skrefið á leiðinni austur á bóginn í maí.

Ég hef í sjálfu ekkert á móti Káti vini mínum, en hann var sniðugur að fagna markinu sem hann skoraði ekki, sá ekki betur en þetta hefði verið sjálfsmark, og ef ætti að skrá það á einhvern Púllara þá átti Gerrard alllan heiðurinn af því.

Næst er það Arsenal í deildinni á laugardag, og mín vegna mega The Gunnars sigra í þeim leik. Við tökum þá á Anfield nk þriðjudag 2-1.


mbl.is Arsenal og Liverpool skildu jöfn, 1:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eysteinn Þór Kristinsson

We will do you in Liverpool an go to Moscow my friend. Þið fáið ekki aftur svona hliðhollann dómaradjö.... Hörkuleikur og vonandi verða hinir tveir það líka. May the best team win........Go, go Gunners.

Eysteinn Þór Kristinsson, 2.4.2008 kl. 23:39

2 Smámynd: Elvar Atli Konráðsson

Ég held að Liverpool hafi ekkert að gera í Moskvu, Man U tók Liverpool í gegn á Old Trafford, þurfa ekki að gera það líka í Moskvu

Elvar Atli Konráðsson, 3.4.2008 kl. 00:37

3 identicon

Leikurinn í Moskvu 21. maí fer Liverpool 3 - Man. Und. 0 .... og svo dönsum við Púlarar nóttina út enda munum við ekki rölta einir um á þessu maí-kvöldi í Moskvuborg.

Björn Hróarsson (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 06:31

4 Smámynd: Eysteinn Þór Kristinsson

Strákar ekki vera með þetta bull Liverpool er ekkert á leiðinni til Moskvu. Arsenal fer þangað

Eysteinn Þór Kristinsson, 3.4.2008 kl. 07:12

5 Smámynd: Karl Jónsson

Nákvæmlega Eysteinn, þetta er alveg borðleggjandi!! 1-2 í næstu viku!

Karl Jónsson, 3.4.2008 kl. 15:24

6 Smámynd: Björn Jóhann Björnsson

Hér hafa nokkrir góðir broskarlar kveðið sér hljóðs, þið Gönnarar getið huggað ykkur við að vinna deildarleikinn á laugardag, úrslitin á þriðjudag eru hins vegar löngu ráðin. Hef bæði góðar og slæmar fréttir fyrir þig, Elli minn, þær góðu er að þið United-menn komist með okkur til Moskvu en þær slæmu eru að þið tapið...

Björn Jóhann Björnsson, 3.4.2008 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband