29.3.2008 | 00:00
Hvaðan koma allar þessar myndir?
Mögnuð gróska í íslenskri kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð, liggur við að frumsýnd sé mynd í hverri viku. Maður verður að fara að sjá Stóra planið. Myndirnar batna með hverri framleiðslu, tækninni fleygir fram og okkar færasta kvikmyndafólk jafnast á við hið besta í útlöndum. Helsti gallinn að leikararnir eru oftast þeir sömu. Næturvaktin kom skemmtilega á óvart, Pressan var bara nokkuð góð og kvikmyndin Brúðguminn var meistarastykki. Mannaveiðar í Sjónvarpinu fóru heldur stirðlega af stað en of snemmt að segja til um heildarmyndina. Við eigum fullt af góðum krimmum sem festa ætti á filmu. Hef ritað hér áður að kvikmynda ætti allar bækur Arnaldar.
Kíkti á lista yfir íslenskar kvikmyndir á kvikmyndir.is, jafnt leiknar myndir í fullri lengd, stuttmyndir eða heimildamyndir, og mér reiknast svo til að á þessari öld eingöngu sé búið að framleiða og sýna um 130 íslenskar myndir, að meðtöldum 14 myndum sem sagðar eru á dagskrá í ár. Þetta eru miklu fleiri myndir en maður hafði gert sér í hugarlund að væru framleiddar hér. Eru sjónvarpsmyndir þá ótaldar á þessum lista, sem hafa reyndar því miður verið allt of fáar í seinni tíð. Þar er sem betur fer að verða breyting á. Íslenska bókaþjóðin býr yfir ógrynni sagna sem eiga heima á hvíta tjaldinu eða á skjánum. Verst er bara hvað við höfum fáa leikara, og hér dugar víst ekki að flytja inn Pólverja...
Bloggvinir
- annapala
- attilla
- bjarnihardar
- davidlogi
- esv
- elvabjork
- ellikonn
- eysteinn-thor
- gudrunvala
- hoskuldur
- jamesblond
- kalli33
- kristjanb
- raggibjarna
- ragnhildur
- rungis
- naiv
- seth
- sigurdurarna
- soli
- laufabraud
- gudni-is
- gusti-kr-ingur
- businessreport
- ornsh
- vitinn
- gattin
- muggi69
- sverrirth
- sveitaorar
- gudrununa
- okurland
- steinunnolina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Athugasemdir
Hó, hó, hó, hey, hey, hey í kvöld verður sko tekið á því..............
Eysteinn Þór Kristinsson, 2.4.2008 kl. 08:55
Já, Eysteinn minn, við tókum á því og þið komumst hvorki lönd né strönd. Dómarinn átti stórleik. Tökum ykkur 2-1 á Anfield á þriðjudaginn...
Björn Jóhann Björnsson, 2.4.2008 kl. 22:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.