23.3.2008 | 17:46
Áttum þetta skilið - sorrý
Hárrétt hjá Benitez að Bennett dómari breytti gangi leiksins, en mínir menn voru einfaldlega ekki nógu góðir - því miður. Vörnin var úti að aka, Gerrard varla svipur hjá sjón og Torres sívælandi, og þótt Reina hafi á stundum virst óöruggur í markinu þá bjargaði hann okkur nokkrum sinnum meistaralega í frábærum úthlaupum. Torres hafði eitthvað til síns máls um að spjalda Ferdinand fyrir olnbogaskot, og "vonandi" hefur hann klæmst nógu mikið við dómarann til að réttlæta gula spjaldið fyrir mótmæli. Eins og það virkaði heim í stofu var þetta harður dómur. En síðan kom skandallinn, og það sem eyðilagði leikinn fyrir okkur. Tuðið í Mascherano var auðvitað ekkert annað en asnaskapur, maður kominn með gult spjald, og ótrúlegt að félagar hans reyndu ekki að koma honum burtu. Nær hefði verið fyrir Benitez að húðskamma Mascherano fyrir óíþróttamannslega framkomu, dómgreindarleysi leikmannsins var algjört. Ef breska knattspyrnusambandið sektar hann ekki, ætti Liverpool að gera það.
Dómararnir eru ekki fullkomnir, og þessi Bennett átti ekki góðan dag, en leikmenn verða að halda aftur af sér. Framkoma eins og við urðum vitni að í dag, varð til þess að eyðileggja leikinn. Því miður. Mascherano er eiginlega búinn að rústa páskafríinu....
Benítez: Óskiljanlegt rautt spjald | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
- annapala
- attilla
- bjarnihardar
- davidlogi
- esv
- elvabjork
- ellikonn
- eysteinn-thor
- gudrunvala
- hoskuldur
- jamesblond
- kalli33
- kristjanb
- raggibjarna
- ragnhildur
- rungis
- naiv
- seth
- sigurdurarna
- soli
- laufabraud
- gudni-is
- gusti-kr-ingur
- businessreport
- ornsh
- vitinn
- gattin
- muggi69
- sverrirth
- sveitaorar
- gudrununa
- okurland
- steinunnolina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 32166
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Af mbl.is
Innlent
- Hópur fólks reyndi að komast að eldgosinu
- Nyrstu hrauntungurnar dreifa úr sér
- Dró upp skæri og hótaði íbúum
- Teknir við akstur undir áhrifum
- Hraun kemur úr þremur gígum: Virknin stöðug
- Að mestu bjart sunnan- og vestantil
- Nýtt fangelsi í landi Stóra-Hrauns tilbúið 2028
- Sólveig Anna furðar sig á aðferðum kennara
Athugasemdir
Það var ekkert að dómgæslunni í leiknum.
Kv. Knattspyrnudómari
Hósi (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 17:59
sá ekki þennan en sá þó seinni hálfleikinn hjá chelsea og arsenal. og þar af leiðandi öll mörkin.
sá líka mínar hvítklæddu hetjur hala inn þrjú stig í gær. fannst reyndar leitt að það var ekki hægt að stóla á ykkur í dag, ræflarnir.
af tvennu illu vildi ég fremur arsenal en skumsarana taka þetta.
arnar valgeirsson, 23.3.2008 kl. 20:26
Sammála félagi. Kannski ekki besti dagur Bennetts en Mascherano var alveg úti að skíta......... Hlökkum til að taka á ykkur í næstu viku og þar næstu!
Eysteinn Þór Kristinsson, 27.3.2008 kl. 12:19
Eysteinn minn, tilhlökkunin er gagnkvæm en tilfinning mín enn sú sama, þ.e. að senn styttist í að Evrópudraumur ykkar verði úti. Þið megið hirða stigin þarna í deildarleiknum á milli...
Björn Jóhann Björnsson, 28.3.2008 kl. 23:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.