Mælir sá manna heilastur!

Hann Tommy gamli Smith er aldeilis ekki eini Púllarinn sem hættur er að skilja upp né niður í Benitez. Innáskiptingar og taktík Spánverjans að undanförnu hefur oft á tíðum verið undarleg, og miðað við hvernig liðið hefur verið að spila var það stórhættulegt að stilla ekki upp sínu sterkasta liði í bikarnum. Þar var jú enn von um titil, eða þar til á 93. mínútu í leiknum gegn Barnsley að náðarhöggið kom, líklegast enn einn naglinn í þjálfarakistu Benitez. Hann virðist ekki ná meiru út úr þessu liði og best að leyfa öðrum að spreyta sig. Hann er búinn að fá sinn tíma og sín tækifæri.

Verra var þó að sjá mann eins og Crouch ekki nýta færin sín, eins og maður hefur nú stutt hann með ráðum og dáð inn í byrjunarliðið. Það vantar orðið allt sjálfstraust í liðið og ekki er útlitið bjart fyrir meistaradeildarleikinn í vikunni gegn Inter Milan. Ljótt að segja það, en miðað við frammistöðuna undanfarið eigum við ekki skilið að komast áfram í meistaradeildinni. Liðið þarf að halda vel á spöðunum ætli það sér að halda meistaradeildarsæti í ensku úrvalsdeildinni. Það þarf nýjan karl í brúna og einhverja alvöru liðsmenn á dekkið, við viljum ekki fleiri B-menn!


mbl.is Goðsögn Liverpool gagnýnir Benítez
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Merkilegt með þessa svokölluðu Liverpool-aðdáendur, sem ekki reka augun í meinlega villu í fréttinni (þessi villa var reyndar líka í erlendu útgáfunni).

Liverpool varð hvorki meistari né UEFA-bikarmeistari árið 1971! Arsena vann bæði deild og bikar 1971, m.a.s. Liverpool í úrslitunum 2:1.

Liverpool varð hins vegar meistari 1973 og vann þá líka UEFA-bikarinn eftir 3:2 sigur samanlagt á Borussia Mönchengladbach (3:0 og 0:2).

Siggi Sverris (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 19:19

2 identicon

Áreiðanlega er þetta hárrétt hjá þér Siggi, en í tapsárindunum þessa dagana eru ártölin og fornir titlar ekki efst í huga manns, fyrir utan það að maður er svo ungur að maður man ekki aftar en til 1977 þegar gullöldin stóð sem hæst og titlarnir komu á færibandi í all nokkur ár þar á eftir !

Björn Jóhann (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 19:36

3 Smámynd: arnar valgeirsson

ég ætla ekkert að vera að nuddast í púllurum lengur. þetta er að verða vandræðalegt. Barnsley...

það virðist bara enginn geta baun hjá þessu liði, kewell td spilar eins og stelpa í fimmta flokk og hefur gert síðan honum var rænt frá okkur.

arnar valgeirsson, 17.2.2008 kl. 21:17

4 identicon

Liverpool á nú alveg að geta verið lið til þess að vinna Barnsley án Gerrards... held það hefði ekki breytt miklu þó hann hefði verið með, það var eitthvað annað í gangi í þessum leik greinilega.

PS. Er alls ekki Liverpool-maður!

Bjarni Ben (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 32166

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband