20.1.2008 | 11:39
Kaupir Stöð 2 útsendingarréttinn?!
Eins og það var nú gott framtak að bjarga Fischer úr prísundinni í Japan, þá var ýmislegt prjál og tilstand kringum þá aðgerð sem Bobby karlinn hefur tæpast verið par hrifin af, eins og vera flogið til Íslands í einkaþotu, fá fyrsta handtakið á íslenskri grund frá fréttamanni Stöðvar 2 og vera svo ekið burtu í flottræfilsjeppa sjónvarpsstjórans. Að ætla sér að jarða karlinn á Þingvöllum er svo galin hugmynd að engu tali tekur. Halda menn virkilega að það hefði verið ósk Fischers? Hvað segja nánustu ættingjar hans og unnusta? Á kannski að semja við Stöð 2 um útsendingarrétt frá athöfninni?
Menn eru alveg búnir að tapa sér, því miður. Það er hægt að sýna minningu þessa skáksnillings virðingu og sóma á margan annan máta en þann að jarðsetja hann á Þingvöllum við hlið Jónasar Hallgrímssonar og Einars Benediktssonar. Hvað á svo að gera þegar okkar heimsþekktustu einstaklingar falla frá? Gera Þingvelli að einhvers konar Hall of fame?! Jónas, Einar, Fischer, Björk, Eiður Smári og Kiddi Jó.
Fischer grafinn á Þingvöllum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
- annapala
- attilla
- bjarnihardar
- davidlogi
- esv
- elvabjork
- ellikonn
- eysteinn-thor
- gudrunvala
- hoskuldur
- jamesblond
- kalli33
- kristjanb
- raggibjarna
- ragnhildur
- rungis
- naiv
- seth
- sigurdurarna
- soli
- laufabraud
- gudni-is
- gusti-kr-ingur
- businessreport
- ornsh
- vitinn
- gattin
- muggi69
- sverrirth
- sveitaorar
- gudrununa
- okurland
- steinunnolina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Athugasemdir
Alveg er ég hjartanlega sammála þér Björn.
Ég var einmitt í morgun að hugsa, hvað gerði þessi maður merkilegt sem Íslendingur?
Annars finnst mér nú að Óskar Pé ætti að vera þarna frekar en Kiddi Jó ;) Raunar allur Heimir.
Rúnar Birgir Gíslason, 20.1.2008 kl. 12:59
Öldungis sammála þér, Björn Jóhann! Það væri fast að því móðgun við þá Einar Ben og Jónas að fara að grafa þennan mannvesaling í heiðursreitnum á Þingvöllum! Þó svo hann hafi kunnað mannganginn.
Hvernig væri að brenna líkið og sáldra öskunni yfir útitaflið við Lækjargötu? Eða á einhvern annan viðeigandi stað? T.d. fornbókasölu?
Það var vel gert hjá Íslendingum að losa hann út tugthúsi í Japan. Látum okkur duga það.
Sigurður Hreiðar, 20.1.2008 kl. 13:07
Mér sýnist, drengir, að miðað við fyrstu viðbrögð stjórnmálamanna (svo ekki sé talað um netheima) þá verði þessi hugmynd kæfð í fæðingu. Það hefur reyndar enginn pólitíkus þorað að segja það berum orðum ennþá, en formaður Þingvallanefndar á áreiðanlega eftir að segja sitt álit. Mér líst vel á hugmyndir um veglegan minnisvarða við Laugardalshöll, og láta svo dreifa ösku hans yfir hálendi Íslands.
Björn Jóhann Björnsson, 20.1.2008 kl. 14:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.