17.1.2008 | 17:12
Með Davíð á Þingvöllum
Samgleðst Davíð Oddssyni sextugum í dag, sem og afa sáluga sem hefði orðið 101 árs. Hann hafði sérstakt dálæti á Davíð er hann var borgarstjóri en náði því miður ekki að lifa með honum inn í glæsta forsætisráðherratíð.
Á þessum ágæta degi reikar hugurinn tíu ár aftur í tímann er við Gunnar V. Andrésson ljósmyndari lögðum leið okkar til Þingvalla til fundar við Davíð í ráðherrabústaðnum. Ég var þá á Helgarblaði DV og Davíð veitti okkur "drottningarviðtal" í tilefni 50 ára afmælisins. Við höfðum mikið fyrir þessu, tókum með okkur stóra rjómatertu með 50 kertum á og gáfum afmælisbarninu, létum hann blása á kertin og að sjálfsögðu var þetta forsíðumynd helgarblaðsins. Davíð fór á kostum á Þingvöllum og þetta er eitthvert eftirminnilegasta viðtalið á ferlinum. Það kryddaði svo stemninguna að viðtali loknu, er við fórum að gera tertunni skil, að Heimir Steinsson, er þá var prestur á Þingvöllum og staðarhaldari, bankaði upp á og settist niður með okkur. Sagðar voru sögur og brandarar um leið og tertunni var rennt niður. Yndisleg stund og verður lengi í minni.
17. janúar er magnaður dagur í sögunni, fyrir utan það að vera fæðingardagur afa, Davíðs og fleiri ágætra manna, og þá staldrar maður einkum við árið 1991. Þann dag braust Íraksstríðið fyrra út, Ólafur V Noregskonungur fór til feðra sinna og eldsumbrot hófust í Heklu. Var ekki starfandi á fjölmiðli þann daginn en var í fjölmiðlafræði uppi í Háskóla Íslands þar sem kennslustundirnar fyrstu vikurnar á eftir fóru aðallega í að kryfja fréttir af Íraksstríðinu, sem var eiginlega hið fyrsta sem fór fram nánast í beinni útsendingu á CNN. Sannarlega eftirminnilegir tímar.
Bloggvinir
-
annapala
-
attilla
-
bjarnihardar
-
davidlogi
-
esv
-
elvabjork
-
ellikonn
-
eysteinn-thor
-
gudrunvala
-
hoskuldur
-
jamesblond
-
kalli33
-
kristjanb
-
raggibjarna
-
ragnhildur
-
rungis
-
naiv
-
seth
-
sigurdurarna
-
soli
-
laufabraud
-
gudni-is
-
gusti-kr-ingur
-
businessreport
-
ornsh
-
vitinn
-
gattin
-
muggi69
-
sverrirth
-
sveitaorar
-
gudrununa
-
okurland
-
steinunnolina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.