30.9.2007 | 17:34
Dauði daðurdrottningarinnar
Merkilegt að sjá þessa fregn sömu daga og Bond-myndirnar rúlla nánast stöðugt á heimilinu, eftir að hafa fengið myndasafnið lánað komplett.
Í þeim gömlu Bondurum sem við höfum séð er yndislegt, allt að því hallærislegt, að sjá hvernig æðsti njósnari hennar hátignar og Moneypenny daðra út í eitt. Alltaf er gefið í skyn að milli þeirra sé eitthvað ástarsamband, sem er síðan í raun ekkert, enda flakkar Bondarinn á milli bólkvenna eins og honum sé borgað fyrir það, sér í lagi í hinum eldri myndum. Bond-myndir nútímans eru í raun sárasaklausar hvað kynferðislegt samband söguhetjanna varðar ef mið er tekið af fyrstu myndunum. Þar er nú ekki að sjá neitt sérstaklega mikla virðingu fyrir kvenkyninu og merkilegt að feminístar séu ekki búnir að fordæma karlrembu og kvenfyrirlitningnu gömlu Bond-myndanna. Kannski eru þeir búnir að því og það hefur farið framhjá manni, enda hefur maður svosem ekki átt upp á pallborðið hjá feministum gegnum tíðina, þessi líka mjúki maður!
En Moneypenny var þrátt fyrir allt fáguð og hélt virðingu sinni með reisn, hún var ekki konan sem stekkur upp í bólið við fyrstu kynni, líkt og bomburnar sem Bondarinn tældi til sín. Leikkonan Lois Maxwell stóð fyrir sínu, líkt og leikararnir sem túlkuðu M og Q. Þeirra er sárt saknað þó að leikrænir tilburðir standist kannski ekki algjöran samanburð við það besta sem við sjáum í kvikmyndum nútímans.
Hvað Bond-seríuna varðar, þ.e. þær myndir sem við erum búin að sjá (flökkum fram og til baka í tímaröðinni) þá stendur Sean Connery uppúr og ég hallast líka æ meira að því að Pierce Brosnan var bara fjári góður þrátt fyrir allt, amk húmorískastur. Í sumum myndum er Roger Moore herfilegur, verð ég að segja, en skánar þó með aldrinum.
Hinn nýi Bond lofar góðu, en hann er bara eitthvað annað en Bond, þvílíkt er hörkutólið orðið að hann jaðrar við að vera vélmenni í anda Schwarzenegger.
Moneypenny" látin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
- annapala
- attilla
- bjarnihardar
- davidlogi
- esv
- elvabjork
- ellikonn
- eysteinn-thor
- gudrunvala
- hoskuldur
- jamesblond
- kalli33
- kristjanb
- raggibjarna
- ragnhildur
- rungis
- naiv
- seth
- sigurdurarna
- soli
- laufabraud
- gudni-is
- gusti-kr-ingur
- businessreport
- ornsh
- vitinn
- gattin
- muggi69
- sverrirth
- sveitaorar
- gudrununa
- okurland
- steinunnolina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 32166
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.