Gaggandi gagnrýnendur

Hvort sem það var af því að ég sá Jón Sigurðsson 500-krónuseðil í Framaradressi á Fram-KR í Laugardalnum í gær eða ekki, þá rataði hann undir geislann í kvöld þegar ákveðið var að slökkva á imbakassanum og hlusta á músík. Afskaplega þægilegur og ljúfur diskur á að hlusta, og vel gert hjá stráknum. Þessir ljúfu tónar fengu mann til að rifja upp að undanfarið hefði ég hlustað á mjög áheyrileg lög  frá Magna og hinni færeysku Eivöru, af nýjum diskum þeirra. Öll eiga þau þrjú það sameiginlegt að hafa fengið heldur slaka dóma frá gagnrýnendum fyrir þessa diska sína, og undanskil ég ekkert Moggann minn hvað það varðar. Þar hefur einnig mátt lesa skrítna og full neikvæða dóma.

Eftir að hlýtt á þessa ágætu diska undrast maður þessa ólund í gagnrýnendum, og ekki að undra að þetta sé farið að pirra listamennina, sbr ummæli Magna í Mogganum um daginn. Við hverju býst þetta fólk eiginlega? Tónlistarkraftaverki á heimsmælikvarða á hverjum disk? Er eitthvað að því að búa til rólega og þægilega tónlist til afþreyingar öðru fólki? Af hverju mega tónlistarmenn ekki senda frá sér afurðir sínar, án þess að vera rakkaðir niður af einhverjum fúlum og ófullnægðum gagnrýnendum? Eftir þessa reynslu mína fær maður æ betri sýn og skilning á listaverkinu eftir Erling Jónsson myndhöggvara sem lengi stóð í anddyri Moggans í Kringlunnni og bar heitið Gaggrýnandinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

þú varst nú duglegri en ég að fara á leikinn. það er sko nóg með ein big vonbrigði móti kr í sumar svo það færi ekki aftur alveg í sótsvart.... eitt er betra en ekkert sko.

 annars tek ég undir pælingar þínar þó ég hafi nú ekki gaman af þessum diskum sjálfur. segi svo sem ekki of mikið því ég hef ekki heyrt allt af diskum eyvarar og magna.

oft hefur maður undrast hvað sumir tónlistarmenn, nú eða auðvitað konur, selja grimmt. en það þýðir jú bara misjafn smekkur manna ha.

en ósköp ertu að verða meyr eitthvað með aldrinum björn. settu nú black sabbath á fóninn og eigðu góða kvöldstund í faðmi fjölskyldunnar....

arnar valgeirsson, 25.9.2007 kl. 10:56

2 identicon

Já, Arnar minn, þú misstir af stórri stund í dalnum er við hirtum annars ósanngjarnan sigur af KR-ingum, jafntefli voru mjög svo sanngjörn úrslit. En líklega hafa bæði bjargað sér, ég spái því að Víkingar falli.

Svo veistu að ég hef alltaf verið þessi meyra týpa, hlusta helst á eitthvað rómantískt og róandi, fyrir utan Jón 500-kall fengu Gerry & and the Pacemakers að rúlla á græjunum, og þú getur rétt ímyndað þér hvað gerðist þegar You'll never walk alone fór að heyrast, þá var sko hækkað í botn...

ÁFRAM Liverpool, við vorum að taka Reading í bakaríið í kvöld eða öllu heldur Torres

BJB (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 20:47

3 Smámynd: arnar valgeirsson

isspiss, það var ekki deildin.

mér þætti prívat ekki leiðinlegt að sjá vesturbæingana fara niður, eiga ekkert betra skilið. allavega núna. en við verðum að hanga þarna uppi, þetta hafa ekki verið beysin ár að undanförnu.

meira að segja KA er í fallhættu en mínir menn í bretaveldi fóru á botninn, spyrntu vel í og eru að gera það helvedde gott.

annars hefur maður nú sosum trú á að púllarar blandi sér í baráttuna, hafa þokkalegan mannskap í það. þurfa að slípast eitthvað til. en í guðanna bænum takið skumsarana tvisvar i vetur, þoli þá ekki...

arnar valgeirsson, 25.9.2007 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 32166

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband