5.9.2007 | 00:14
Of vel gert til að hneykslast
Honum Jóni Gnarr og félögum hefur tekist að gera þessa auglýsingu það vel, að það er hreinlega frekar erfitt fyrir kirkjunnar menn að standa á hornum úti og fordæma verknaðinn. Útfærslan er það vel og faglega úr garði gerð, að húmorinn yfirgnæfir ekki heilagleikann. Auglýsingin mun líka skapa þarfa umræðu um kristna trú og hvernig nútímamaðurinn á að umgangast hið heilaga orð. Þarf ekki nefnilega að fara nýjar leiðir til að ná til fólks og hrista upp í því, án þess að brjóta einhver boðorð?
Hef alltaf átt erfitt með taka Jón Gnarr alvarlega, þegar hann er ekki "í persónu", en hann komst td ágætlega frá Kastljósþættinum í kvöld í viðræðu við Halldór Reynisson. Ég hygg að þegar frá líður eigi þau á Biskupsstofu eftir að sjá ljósið, og uppgötva að þessi auglýsing er ekkert annað en snilld. Eitthvað hefur nú dæmið kostað, og nokkra lúðra og viðurkenningar á hún eftir að sópa að sér. Spurning hvað Gnarrinn dregur næst upp úr hattinum, því áreiðanlega hafa verið búnar til fleiri útgáfur.
Annars er tæknin farin að bíta í skottið á okkur með þessari þriðjukynslóðartækni. Viljum við alltaf vera í mynd er við tölum í símann? Viljum við láta elta okkur út um allt? Hvar endar þetta með friðhelgi einkalífsins? Viljum við allar þessar eftirlitsmyndavélar? Viljum við allar þessar hraðamyndavélar? Viljum við sérsveitina hangandi yfir okkur á pöbbaröltinu? Ég bara spyr, en er nú kominn eitthvað út yfir efnið....
Biskup segir nýja auglýsingu Símans smekklausa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
- annapala
- attilla
- bjarnihardar
- davidlogi
- esv
- elvabjork
- ellikonn
- eysteinn-thor
- gudrunvala
- hoskuldur
- jamesblond
- kalli33
- kristjanb
- raggibjarna
- ragnhildur
- rungis
- naiv
- seth
- sigurdurarna
- soli
- laufabraud
- gudni-is
- gusti-kr-ingur
- businessreport
- ornsh
- vitinn
- gattin
- muggi69
- sverrirth
- sveitaorar
- gudrununa
- okurland
- steinunnolina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Athugasemdir
get ekki svarað þessu öllu félagi. hins vegar sammála með þessa auglýsingu. eitthvað hafa þeir velt sér yfir þessu hugsa ég og látið svo vaða...
en hún er flott gerð og skemmtileg en einhverjir fá nú í punginn yfir þessu, eins og komið hefur í ljós.
verði ljós...
arnar valgeirsson, 5.9.2007 kl. 01:30
Vafalaust hafa einhverjir fengið í punginn, en verði þeim af því...
Eflaust var tilgangur auglýsingarinnar að ná athygli, sem hefur tekist, og eflaust gat Biskupsstofa ekki brugðist öðru vísi við, þó að vissulega hefði verið gaman að sjá Karl fagna auglýsingunni.
Svo manstu Arnar að halda með L-liðinu í úrvalsdeild...
Björn Jóhann (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 12:08
ja, Leeds er úrvalsdeildarlið, hvað sem hver segir....
hafa reyndar unnið fjóra í röð, þarna í sinni deild en samt með mínus þrjú.
ósanngjarnt helvedde.
arnar valgeirsson, 6.9.2007 kl. 00:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.