Þingmaður þungur á brá...

Athyglisvert skjal sem Bjarni hefur grafið þarna upp, og kallar á einhver svör í þessari makalausu endaleysu kringum þennan ryðdall. Ekki síður athyglisvert var að sjá útganginn á þingmanninum í sjónvarpsfréttum, og engu líkara en hann hafi verið á gangi í miðbæ Reykjavíkur og fengið einn á trantinn. Þá datt manni í hug:

Þingmaður þungur á brá,

þekktari fyrir að spauga.

Barinn og bólginn að sjá,

Bjarni með glóðarauga....

 

 


mbl.is Yfirdráttur vegna Grímseyjarferju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Harðarson

sæll og þakka vísuna. það rétta er að ég lenti í slysi á mótorhjólinu mínu snemma í sumar og var þá bróderaður í andlitinu með einum 20 sporum,- þetta er nú eiginlega ekki neitt núna miðað við það sem var fyrr í sumar.

Bjarni Harðarson, 3.9.2007 kl. 00:08

2 identicon

Leitt að heyra með slysið en gott að vita að þú sért að ná fyrri styrk og útliti. Atgangurinn í miðbænum er slíkur að manni dettur fátt annað í hug er maður sér menn krambúleraða í framan. Hið óbundna mál spratt bara svona fram...

Björn Jóhann (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 08:39

3 Smámynd: Bjarni Harðarson

ég vona að þér sé ekki á móti skapi að ég birti vísuna á mínum vef, - hún er bara laglega gerð!

Bjarni Harðarson, 3.9.2007 kl. 08:49

4 identicon

ger svo vel

Björn Jóhann (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband