Með tárvot augu

Þetta var aldrei spurning, okkar menn með algjöra yfirburði allan tímann og hvílík vinnsla í þeim félögum í framlínunni Crouch og Kuyt. (Hvort segir maður Kát, Kuít eða Kút...?) Gaman að sjá hve nýju mennirnir eru að koma vel út, ég segi enn og aftur að við eigum eftir að hirða margar dollur í vetur, sjáiði til. Leikurinn í kvöld sýndi líka vel hve leikmannahópurinn er breiður. Þarna vantaði kappa eins og Gerrard, Carragher, Torres, Alonso og Voronin.

Það var tekið hraustlega undir í stofunni fyrir og eftir leik og sungið með You'll never walk alone, og minningarstundin fyrir leik um unga strákinn frá Liverpool, og aðdáanda Everton, fékk mann til að vökna um augun. Hjartnæm stund og greinilega margir harðjaxlar í stúkunni sem brustu í grát, enda þetta morð ekkert annað en hryllingur.


mbl.is Stórsigur hjá Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Rétt segirðu, kollegi; þetta var frábær leikur og ekki síst með tilliti til þeirra leikmanna sem ekki komu við sögu í kvöld. Hópurinn hefur ekki verið svona öflugur í háa herrans tíð.

Og í lokin; það er borið fram "kojt"

Jón Agnar Ólason, 28.8.2007 kl. 23:16

2 identicon

sælir kollegi sjálfur, var hreinlega búinn að gleyma að þú værir líka Púllari, þeim fjölgar stöðugt í Árvakurshöllinni. Við verðum margfaldir meistarar! Verst með þessa hollensku, maður þarf alltaf að hafa hrákadall við hliðina á sér...!

Björn Jóhann (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 20:35

3 Smámynd: Karl Jónsson

Bjarni Fel segir "Kát" og ekki dettur mér í hug að rengja framburð nestors íslenskra knattspyrnulýsenda!!

Karl Jónsson, 30.8.2007 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband