Þjónustuhlé í Þjóðvegamúlu-1

Þeir eru lúnknir laganna verðir í Húnaþingi og hafa fundið sér nýjan stað til að góma hraðskreiða ökuþóra, reyndar ekki á þjóðvegi 1 heldur í Laxárdal þar sem bílarnir bruna á beinum vegi niður af Þverárfjalli. En sýnileiki þeirra á vegunum og eftirlit er til mikillar fyrirmyndar. Mættur löggur annarra landshluta taka þá sér til fyrirmyndar. Ein besta slysaforvörnin er að þeir sjáist á vegunum, það dregur töluvert úr hraðanum.

Annars var maður að koma að norðan í gærkvöldi og þvílík umferð! Engu líkara en hálf þjóðan hafi verið fyrir norðan á Fiskideginum og stórum knattspyrnumótum á borð við Króksmótið á Sauðárkróki og Pæjumótið á Sigló, að ógleymdri Hólahátíð. Mestan part leiðarinnar var umferðin þolanleg, flestir á skikkanlegum hraða en á tímabili virtist sem Formúla-1 væri hafin, þegar allir ætluðu að fara að spæna framúr á beinu köflunum. Ég tel mig hins vegar hafa komist á leiðarenda á góðum tíma, þurfti bara að taka þrjú þjónustuhlé....!

ps. vegna tæknilegra örðugleika hefur bloggið verið stopult síðustu daga en tæknimenn á mbl.is eru að vinna í málinu


mbl.is 26 teknir fyrir hraðakstur á tveimur tímum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband