Fjölskylduskemmtun með öli og öllu

Tónleikarnir með Stuðmönnum voru skemmtilegir og ekki skemmdi veðrið, laufin bærðust varla. Helst var að rafmagnsleysi og tækniörðugleikar á sviðinu truflaði stemninguna, en hinir gömlu Stuðmenn hafa litlu gleymt, hvað þá Ladd og Shady Owens.

Þó er alltaf dapurlegt að sjá fullorðið fólk kneyfandi öl með börnin í eftirdragi. Áberandi margir foreldrar með bjórdós í annarri hendi og barn í hinni. Ekki var maður nú barnanna bestur á tónleikum og útihátíðum hér áður fyrr, en þá voru afkomendur ekki komnir í spilið. Vilji maður skemmta sér í góðra vina hópi, og hlusta á góða músík, þá skilur börnin eftir heima. Þetta var hins vegar sett upp sem fjölskylduskemmtun, enda í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og flest börn komin til að hlusta á Ladda og Birgittu Haukdal. Þau þekkja minna til Stuðmanna og Shady Owens.


mbl.is Shady söng með Stuðmönnum í Laugardal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband