29.7.2007 | 23:37
Bjórþyrstir túristar
Nú er fríið á enda í bili og alvaran að taka við. Á ýmsa staði var þvælst, hér á landi og í Danmörku, en hér skal bókfært eitt lítið ferðalag út með Eyjafirðinum. Okkur datt í hug að þræða litlu þorpin út við fjörðinn vestan megin, fyrst Hjalteyri, síðan Hauganes og loks Árskógsströnd. Allt huggulegir staðir, og td athyglisvert að sjá ríkidæmið við mörg húsin á Hauganesið. Segir sagan að þar búi nokkrir kvótakóngar, sel það ekki dýrara en keypt var!
Á Árskógsströnd ókum við fyrir forvitnissakir að bjórverksmiðjunni þar sem sá ágæti mjöður, Kaldi, er bruggaður. Þar voru fyrir erlendir ferðamenn á sæmilega stórri rútu, sem greinilega höfðu fengið skoðunarferð um verksmiðjuna og bjór að smakka í lokin. Frá Ársskógsströndinni lá leiðin til Dalvíkur. Stóðst ekki mátið, kom við í Ríkinu og keypti að sjálfsögðu tvær kippur af Kalda, hvað annað! Aðra ljósa og hina dökka. Maður verður að upplifa Ísland á ferðalögunum! En viti menn, í kjölfar okkar kom rútan með sömu túristunum. Strunsuðu flestir þeirra inn í Ríkið og höfðu greinilega heillast af Kaldanum.
Næsti áfangastaður okkar var Ólafsfjörður, alltaf gaman að rúnta þar um og núna sést m.a. móta fyrir munna Héðinsfjarðarganga. Áður en farið var á Lágheiðina var litið við í söluskála á Ólafsfirði til að kaupa ís og prófa salernið. Við höfðum varla klárað okkur af, þegar sama græna rútan birtist á planinu. Kaldinn hafði greinilega gert var við sig, því túristarnir þurftu að komast á klóið!
Þarna skildu leiðir með okkur og túristunum bjórþyrstu, en Kaldanum voru gerð góð skil síðar í fríinu. Hreint ágætis mjöður....
Bloggvinir
-
annapala
-
attilla
-
bjarnihardar
-
davidlogi
-
esv
-
elvabjork
-
ellikonn
-
eysteinn-thor
-
gudrunvala
-
hoskuldur
-
jamesblond
-
kalli33
-
kristjanb
-
raggibjarna
-
ragnhildur
-
rungis
-
naiv
-
seth
-
sigurdurarna
-
soli
-
laufabraud
-
gudni-is
-
gusti-kr-ingur
-
businessreport
-
ornsh
-
vitinn
-
gattin
-
muggi69
-
sverrirth
-
sveitaorar
-
gudrununa
-
okurland
-
steinunnolina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.