Jćja, einn fallinn!

Ţá kom ađ ţví! Einn af ţeim baktjaldatuđurum sem hefur heitiđ ţví í manna viđurvist ađ hann ćtlađi aldrei í sínu litla lífi ađ stofna bloggsíđu, hefur látiđ verđa ađ ţví. Ég skal viđurkenna ţađ, ég er fallinn! Nú undir lok sumarfrísins fann ég bara ekkert annađ ađ gera, búinn ađ ţrífa bílinn eftir allt flakkiđ og meira ađ segja slá garđinn. Ég myndi fara ađ mála bílskúrinn hefđi ég ekki gert ţađ síđasta sumar.

Engu ćtla ég ađ lofa um háa tíđni skrifa, bara ţegar mér dettur eitthvađ sniđugt í hug eđa vill hljóma gáfulegur. Starfs míns vegna viđ blađamennsku gćti vel veriđ ađ ég hefđi einhverja skođun á fréttum og fréttaflutningi.

Tek strax fram ađ ég hef óbeit á Lúkasarmálinu og níđskrifum fólks um náungann. Ţađ mál er gott dćmi um hvers konar múgćsingu Netiđ getur og hefur skapađ. Ég mun langt í frá ćtla ađ hafa skođun á öllum mögulegum hlutum, hvađ ţá ađ tjá samúđ mína međ fólki sem ég kann engin deili á. Slíkt á ađ mínu mati ekki heima á bloggsíđum.

Eins og útlitiđ ber međ sér styđ ég boltadrengina frá Bítlaborginni, hef gert í meira en 30 ár, og gćti ţví átt eftir ađ tjá mig um frammistöđu liđsins. Ef undan eru skilin úrslitin í dag gegn Hemma Hreiđars og félögum hjá Portsmouth ţá fer Liverpool vel af stađ á undirbúningstímabilinu, nýju mennirnir lofa flestir góđu, svo ekki sé minnst á nýju klippinguna hjá Benitez!


Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband