16.1.2011 | 18:33
Kóngurinn hreinsar vonandi til
Jæja, fyrsta stig í hús hjá Kónginum. Sigur hefði verið sanngjarnari niðurstaða en tvö mistök í vörn Liverpool voru dýrkeypt - ekki í fyrsta sinn í vetur. Frábær fyrri hálfleikur og loksins sást eitthvað lífsmark hjá sumum leikmönnum, eins og Meireles, sem skoraði frábært mark.
Dalglish kemur með meiri stemningu inn í liðið og allur annar bragur er á Anfield. Vandinn er bara að hann er með of mörg peð á leikvellinum, sem þarf að skipta út fyrir betri leikmenn, menn sem geta ekki komið boltanum frá sér skammlaust. Las einhvers staðar haft eftir Kónginum fyrir leikinn að bæta þyrfti sendingarnar þegar komið er nær vítateig andstæðinganna. Hverju orði sannara. Menn eins og Lucas og Maxi eiga oft í vandræðum með þetta og svo þarf að styrkja vörnina með nýjum mönnum. Reyndar fer Carragher að koma aftur inn og ekki veit ég af hverju Agger fór útaf í hálfleik í dag. Kannski meiddur, en ekki byrjaði það vel eftir leikhléið. Sktrel á við einhvern vanda að etja og Johnson vantar mikið uppá sjálfstraustið.
Torres átti góðan leik í dag og var óheppinn að skora ekki. Hefðum á góðum degi vel getað unnið Everton en þeir eru sterkir í föstu leikatriðunum.
Sex stig verða að nást í næstu tveimur leikjum á móti Úlfunum og Fulham en miðað við fyrri leiki í vetur gegn "litlu" liðunum þá er það ekki gefið. Vonandi nýtir Kóngurinn tækifærið í janúar og skiptir út mönnum. Það var gott að losna við Hodgson en fleiri þurfa að yfirgefa Anfield.
![]() |
Liverpool og Everton skildu jöfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
-
annapala
-
attilla
-
bjarnihardar
-
davidlogi
-
esv
-
elvabjork
-
ellikonn
-
eysteinn-thor
-
gudrunvala
-
hoskuldur
-
jamesblond
-
kalli33
-
kristjanb
-
raggibjarna
-
ragnhildur
-
rungis
-
naiv
-
seth
-
sigurdurarna
-
soli
-
laufabraud
-
gudni-is
-
gusti-kr-ingur
-
businessreport
-
ornsh
-
vitinn
-
gattin
-
muggi69
-
sverrirth
-
sveitaorar
-
gudrununa
-
okurland
-
steinunnolina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Athugasemdir
Tvö mistök? Vonandi verður bara eitt mistak í næsta leik
Guðmundur Sverrir Þór, 20.1.2011 kl. 22:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.