Ekki flókið - karlinn burt og fleiri til

Leikurinn í kvöld var árið í hnotskurn hjá Liverpool. Andlaust, áhugalaust, stjórnlaust, vonlaust, höfuðlaust og allslaust lið. Hef verið andvígur ráðningu karlsins frá upphafi. Leikurinn í kvöld sýndi að leikmenn bera enga virðingu fyrir honum, eru áhugalausir og virtust vera að spila karlinn út, fyrir utan það hvað uppstilling og innáskiptingar voru mikið endemis rugl.

Sammála Gauja Þórðar í Sunnudagsmessunni í kvöld að það þarf að sópa þarna út, ekki aðeins Hodgson heldur öllum þeim miðlungsmönnum sem hafa hlaðist þarna upp á seinni árum. Of langt mál að telja þá alla upp, og tel frekar upp þá menn sem ætti að halda, ef þeir á annað borð vilja vera áfram: Gerrard, Torres, Reina, Moreles, Kyrgiakos, Kyout, Agger, Aurelio, Carragher og gefa Cole séns til vors. Aðrir mega fara úr aðalliðshópnum mín vegna.

Megi nýtt ár verða Púllurum til sjávar og sveita ánægjulegra en þetta hörmungarár sem er að renna sitt skeið. Þetta verður varla verra en þetta - nema þá fall niður um deild!


mbl.is Hodgson: Ekkert nærri væntingum og vonum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Sverrir Þór

Sælinú félagi.

Ég er ekki sammála þér. Hodgson kann sitt fag vel og ég tel hann rétta manninn til þess að byggja lið Liverpool upp á nýtt, því það er það sem þarf, að byggja liðið upp frá grunni.  Hins vegar get ég tekið undir að hjá liðinu er of mikið af leikmönnum sem einfaldlega eiga ekki heima í liði sem vill gera tilkall til þess að teljast besta lið Englands, en þar er Benitez um að kenna, ekki Hodgson. 

Ég sá ekki leikinn í kvöld en var að lesa áhugaverða leikskýrslu Soccernet. Þar er skorti á leikæfingu kennt um.

Annars er ég að komast á þá skoðun að liðið þjáist svolítið af sama heilkenni og þegar McManaman var upp á sitt besta. Allir eru að bíða eftir því að Gerrard taki af skarið og vinni leikinn.

Guðmundur Sverrir Þór, 29.12.2010 kl. 23:50

2 identicon

Karlinn hefur bara ekkert bein í nefinu og er skítsama hvort Liverpool sigrar eða tapar. Owen Coyle sagði í viðtali að ef hann spilaði við börnin sín þá spilaði hann til sigurs, Hodgson myndi sætta sig við jafntefli.

Rúnar Geir (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 00:06

3 identicon

Þið eruð komnir á beinu braulina eeeeeeeeeee NEI hahahahahahahaha

Höddi (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 00:33

4 Smámynd: Björn Jóhann Björnsson

Ég dáist af stuðningi þínum við karlinn, félagi G Sverrir Þór! Og þú verður nú að fara að horfa á leikina ef dómar þínir eiga að vera marktækir:-)

Síðasta útspil karlsins að drulla yfir stuðningsmenn liðsins er nú ekki til að bæta stöðuna.... held að dagar hans séu taldir og hann virðist vita af því.

Þú byggir ekki upp nýtt lið á Anfield með einhverri varnartaktík, þar sem gefið er aftur á Reina og hann látinn sparka fram. Hálmstrá karlsins í gærkvöldi var að senda gríska risann fram og láta Reina dæla á hann boltum!! Come on.... how low can you get???

Björn Jóhann Björnsson, 30.12.2010 kl. 13:01

5 identicon

Og ekki má gleyma uppstillingunni á liðinu og innáskiptingunum.
Það var stjarnfræðileg heimska.  Engin taktísk breyting WHAT SO EVER í stöðunni 0-1

Jón Ingi (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband