8.10.2008 | 22:15
No Wonder, no Hope
Enn og aftur ítrekar maður að það er ekki grín hendandi að atburðum líðandi stundar. Fjármálakreppa dynur yfir heiminn, ekki bara litla Ísland, og líklegast mesta kreppa síðan um 1930. En mikilvægast er að geta séð björtu hliðarnar á öllu bölinu. Heyrði einn góðan í dag þar sem Bandaríkjamaður og Íslendingur tóku tal saman. Bandaríkjamaðurinn sagði: ,,We have George Bush, Stevie Wonder, Bob Hope and Johnny Cash." Íslendingurinn var víst ekki lengi að svara: ,,We have Geir Haarde, no Wonder, no Hope, and no Cash."
Svo mörg voru þau orð, en önnur tíðindi í miðri kreppunni vekja líka athygli. Fregnir berast af því að mínir gömlu sveitungar séu í auknum mæli farnir að leggja peninga inn í innlánsdeild Kaupfélag Skagfirðinga. Vonandi fara þeir nú ekki alveg að strauja allt útúr bankaútibúunum á Króknum, en kannski er þetta upphafið að endurreistu SÍS-veldi. Back to basics......!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.10.2008 | 22:37
Af hverju konur þola ekki boltann...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.10.2008 | 02:12
On the road again....
Sannkölluð upplyfting á kreppuvaktinni að verða vitni að þessum viðsnúningi í leiknum, minnti mann á úrslitaleikinn í Aþenu um árið. Algjörlega magnað og gott að stinga upp í þetta nýja auðvald í enska boltanum, það verður vonandi aldrei hægt að kaupa sér enska titilinn.
Það besta við leikinn var að Torres hefur fundið fjölina á ný, nú verða okkur allir vegir færir á næstunni, sjáiði til. Hið versta var að missa Skrtel í meiðsli, hrikalegt að horfa upp á það. En hann bjargaði líklega marki hjá City, sá drengur er að gefa sig 150% í þetta, sem og Kuyt og Carragher og flestir leikmenn í liðinu. Sigurgangan heldur áfram og nú er bara að hrista Chelsea af sér og stinga alla af .... eða þannig
Magnaður sigur Liverpool | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.10.2008 | 21:59
100 marka múrinn rofinn
Loksins náði Geirharður að rjúfa 100 marka múrinn fyrir klúbbinn, og þvílíkt mark. Góð úrslit og nokkuð örugg, hélt að mótstaðan yrði meiri hjá Hollendingunum. Okkar menn næsta öruggir upp úr þessum riðli, mikið þarf að gerast til að það klikki. Og enn ánægjulegra var að sjá Keane skora, vonandi að hann sé kominn í gang. Ekki veit maður hvað er að hrella Torres fyrir framan markið, hann er að klúðra hverju færinu á fætur öðru, farinn að hallast að því að málið sé bara þessi stutta klipping!
Nýkominn frá Anfield skildi maður betur af hverju Geirharður renndi sér fótskriðu á þann stað sem hann gerði, fyrir framan stúkuna þar sem aðstandendur og boðsgestir leikmannanna sitja. Þegar menn bíða eftir að skora 100. markið þá bjóða þeir að sjálfsögðu allri familíunni á völlinn...
ps. lauma hér að mynd úr búningsklefa Liverpool á Anfield, því allra heilagasta, að baki leiðsögumannsins Kevin bíður m.a. treyja Gerrards, tilbúin í slaginn...! Og ekki var íburðurinn mikill. Hann ku vera meiri á æfingasvæðinu.
Öruggur sigur Liverpool á PSV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2008 | 11:28
Nú gátu þeir unnið...
Svona er fótboltinn óútreiknanlegur, maður gerir sér ferð til Liverpool að horfa á leik gegn Stoke, fyrirfram auðvelt og allt það. Útkoman 0-0 jafntefli. Viku síðar, útileikur gegn erkifjendunum Everton og 2-0 sigur. En sannarlega ánægjuleg úrslit og verst að hafa misst af leiknum, Laufskálarétt var tekin framyfir að þessu sinni. Þokkaleg býtti. Ánægjulegt ef Torres er að komast aftur í gang, þá verða okkur allir vegir færir. Nú er bara spurningin hve lengi við verðum taplausir, eigum við ekki bara að segja fram að jólum
Til að ylja manni við minninguna fylgir hér mynd úr því allra heilagasta í víginu á Anfield, útgangurinn út á völlinn úr búningsklefunum og skiltið "This is Anfield". Að sjálfsögðu var klappað á skiltið!
Torres skaut Liverpool á toppinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.9.2008 | 19:49
Hér er 100. mark Gerrards!
Megi Chelsea ganga allt á afturfótunum gegn Stoke á laugardaginn, þeir hvítrauðu og röndóttu djöflar verða erfiðir í vetur ef þeir ætla að pakka í 11 manna vörn, líkt og þeir gerðu gegn mínum mönnum í Liverpool um síðustu helgi. Það var magnað að vera á Anfield í fyrsta sinn, og ná því strax á fyrstu mínútunum að fagna marki, sem var síðan dæmt af af óskiljanlegum ástæðum. Efast um að sá dómari fái mikið af verkefnum í vetur.
Steven Gerrard var rændur 100. marki sínu fyrir félagið en svo skemmtilega vildi til að ég náði því á mynd þegar boltinn lá í netinu, fyrir algjöra slysni. Teygði mig upp í Anfield Road stúkunni og smellti af rælni þegar Gerrard tók spyrnuna. (Ef myndin prentast vel sést boltinn þenja út netmöskvana vinstri megin!) Fagnaði síðan gríðarlega eins og allir Púllarar gerðu á vellinum í nokkrar sekúndur þar til að draumurinn var úti. Hefði þetta mark fengið að standa, er ég viss um að við hefðum rúllað upp Potturunum fimm eða sex núll....!
Petr Cech: Stefnum á fernuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
- annapala
- attilla
- bjarnihardar
- davidlogi
- esv
- elvabjork
- ellikonn
- eysteinn-thor
- gudrunvala
- hoskuldur
- jamesblond
- kalli33
- kristjanb
- raggibjarna
- ragnhildur
- rungis
- naiv
- seth
- sigurdurarna
- soli
- laufabraud
- gudni-is
- gusti-kr-ingur
- businessreport
- ornsh
- vitinn
- gattin
- muggi69
- sverrirth
- sveitaorar
- gudrununa
- okurland
- steinunnolina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007