Vonandi leggst Gaui Þórðar á koddann með góða samvisku

Frábær leikur hjá strákunum og magnað að fara af velli svekktur með jafntefli. Ísland átti skilið að sigra og við vorum klaufar að skora ekki fleiri mörk. Þetta er allt á réttri leið hjá Jolla og engin spurning að við munum leggja Norður-Íra að velli á miðvikuadaginn. Sennilega rétt að gefa Eiði Smára frí þar til hann hefur náð sér að fullu. Sem Púllara var leitt að sjá framkomuna hjá Alonso, þessum annars dagfarsprúða pilti og kannski eins gott að Torres var tekinn af velli. Alltof miklir vælukjóar þessir spænsku sparkverjar.

En einn er sá maður sem að mínu mati skammast sín eftir daginn og það er Guðjón Þórðarson. Að láta hafa sig útí drottningarviðtal á leikdegi og hrauna yfir landsliðið, þjálfarann og KSÍ er með ólíkindum og í besta falli algjört dómgreindarleysi. Og síðan étur Stöð 2 upp úr þessu viðtali fram að leik. Áður hafði hann kvartað undan því að Bjarni sonur sinn væri ekki í landsliðinu! Come on!

Ennþá er Guðjón að stæra sig af sínum árangri með landsliðið, hann gerði vissulega fína hluti en það var fyrir tíu árum þegar landsliðið var þéttara og allt önnur staða uppi í alþjóðaboltanum. Nú eru mun fleiri þjóðir farnar að gera sig gildandi á þessum vettvangi. Hvaða árangri hefur Guðjón náð síðan sem þjálfari? Hrökklast heim frá Englandi og kominn aftur heim á Skagann. Heldur maðurinn virkilega að hann geti vælt sig og bullað aftur inn sem landsliðsþjálfari? Ég ætla rétt að vona að KSÍ ráði hann ekki aftur.

Við getum verið stolt af strákunum í kvöld, þeir sýndu og sönnuðu að þeir geta náð langt gegn sterkum þjóðum - og það án Eiðs Smára og Brynjars Björns. Við þurfum að byggja upp jákvæðari og uppbyggilegri anda í kringum liðið. Sá andi sveif yfir Laugardalnum í kvöld (og honum rigndi niður líka) og með þetta veganesti er ástæða til að hlakka til næsta leiks gegn N-Írum.

ÁFRAM ÍSLAND!!!

ps. Hvað skyldi nú bullukollurinn Henry Birgir á Fréttablaðinu skrifa um þennan leik?! Ef það er ekki búið að reka hann frá því að skrifa um landsliðið, gaurinn sem krafðist þess að Jolli yrði rekinn...


mbl.is Íslendingar og Spánverjar skildu jafnir, 1:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

að nokkru leyti sammála. ekki alltaf sem maður er ánægður með liðsmenn liverpool, en bara nokkuð núna...

sá ekki viðtalið en vissi að guðjón hafði verið að tjá sig. líka um bjarna. bjarni er góður en veit ekki hvern ætti að taka út í staðinn. jóhannes karl stóð sig vel, en hann er jú ekki bjarni....

 annars var nú samt greinilegt að spanólarnir voru með svo miklu, miklu flinkari leikmenn og þokkalegt lið á náttúrulega ekki að láta tíu kalla jafna leikinn og vera í nauðvörn síðasta hálftímann. en þetta var spennó.

segi það með þér, henry birgir fær oft svona þráhyggju og skrifar um það sama aftur og aftur. sjálfum fannst mér alltaf að eyjólfur ætti að fá séns áfram og fá tíma til að búa eitthvað til. hann hefur verið að tína inn menn sem hann ætlar greinilega að nota í framtíðinni. við verðum bara að gefa okkur tíma ef við ætlum að geta eitthvað svona á næstunni.

vonandi að það sé kominn stabílíted í liðið og við látum ekki jarða okkur svona annað slagið héðan í frá.

arnar valgeirsson, 9.9.2007 kl. 01:27

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mér fannst nú bara allt í lagi hjá Guðjóni að tala um hlutina eins og þeir eru (voru vonandi) því frammistaða landsliðsins hefur verið arfaslök undanfarið. Jafnteflið við Luxemburg er ágætt dæmi um það. Ekki jafnteflið sem slíkt, heldur andinn og getan í liðinu í þeim leik og fleiri leikjum. Kannski hreifði þetta við leikmönnunum og þess vegna lagt sig 110% fram, en ekki bara 90%.

Hins vegar var þetta óttaleg minnimáttarkennd í okkar mönnum að komast varla fram yfir miðju í seinni hálfleik og liggja í nauðvörn einum fleiri. Við vorum í raun heppnir að ná jafntefli þó svo að Spánverjarnir sköpuðu sér fá opin tækifæri.

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.9.2007 kl. 04:55

3 Smámynd: Mummi Guð

Ég er nokkuð viss að Guðjón hafi sofið vel enda eignar hann sér örugglega sigurinn eftir hádegisviðtalið. Ég held samt að hann hafi ekki sofnað með góða samvisku þar sem ég held að samviska sé dálítið sem vantar í hann. Þetta var annars flottur leikur hjá okkar mönnum og ég hlakka til að sjá leikinn gegn Norður-Írum og ef Jolli nær að fá leikmennina eins einbeitta til leiks og á móti Spánverjum þá þurfum við ekkert að óttast.

Mummi Guð, 9.9.2007 kl. 08:13

4 identicon

 það væri áreiðanlega Guðjóni líkt að eigna sér árangurinn í gærkvöldi með ummælum sínum, en hvað sem öllu líður var þetta taktlaust og honum ekki sæmandi. Með gagnrýni sinni á landsliðið hefur hann væntanlega einnig beint henni að syni sínum, Jóa Kalla, sem hefur átt betri leiki en í gær, ef frá er talin snilldarsending hans á kollinn á Emil.

Annars er landsliðið greinilega á réttri leið og við sigrum N-Íra 3-1.

ps. ég sá í Fréttablaðinu í dag að einhver Henry Birgir er farinn að skrifa jákvætt um landsliðið, skyldi það vera sami Henry Birgir og skipaði Jolla að segja af sér í sumar?! Ef svo er þá hefur viðkomandi heldur þurft að éta derhúfuna sína...

Björn Jóhann (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 20:55

5 Smámynd: Karl Jónsson

Já þetta var mögnuð frammistaða og hver einasti leikmaður var að leggja sig 100% í þennan leik. Það tókst yfirleitt að yfirbuga spánverjana áður en þeir sköpuðu bráða hættu og það er mikil framför. Ég hugsa að það hafi líka verið sniðugt hjá þeim félögum Eyjólfi og Bjarna Jó, að hafa hinn síðarnefnda uppi í stúku til að fylgjast með færslum á liðinu og fá þannig betri yfirsýn yfir leikinn. Svona eiga menn að vinna, reyna að bæta sig á milli leikja.

En menn hafa rætt um það í gegn um tíðina hvort að Eiður Smári, sá annars frábæri knattspyrnumaður, taki of mikið til sín í leikjunum, þ.e. að menn treysti um of á hann í stað sig sjálfa og það getur vel verið staðan. Minni á ákveðinn "Henry-syndrom" hjá mínum mönnum í Arsenal og nú er hann á bak og burt og allt í einu komin sterk liðsheild á vellinum.

En nú þurfa menn að vara sig á væntingum fyrir miðvikudaginn, N-Írar eru enn í baráttunni um að komast áfram og eru í sárum eftir leikinn um helgina. Þeir mæta því til að gefa allt í sölurnar og þó knattleikni þeirra sé ekki eins og hjá spánverjum hafa þeir hjartað á réttum stað og ég býst því við að stálin stinn mætist á miðvikudaginn.

Karl Jónsson, 10.9.2007 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 32012

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband