Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010

Ekki flókið - karlinn burt og fleiri til

Leikurinn í kvöld var árið í hnotskurn hjá Liverpool. Andlaust, áhugalaust, stjórnlaust, vonlaust, höfuðlaust og allslaust lið. Hef verið andvígur ráðningu karlsins frá upphafi. Leikurinn í kvöld sýndi að leikmenn bera enga virðingu fyrir honum, eru áhugalausir og virtust vera að spila karlinn út, fyrir utan það hvað uppstilling og innáskiptingar voru mikið endemis rugl.

Sammála Gauja Þórðar í Sunnudagsmessunni í kvöld að það þarf að sópa þarna út, ekki aðeins Hodgson heldur öllum þeim miðlungsmönnum sem hafa hlaðist þarna upp á seinni árum. Of langt mál að telja þá alla upp, og tel frekar upp þá menn sem ætti að halda, ef þeir á annað borð vilja vera áfram: Gerrard, Torres, Reina, Moreles, Kyrgiakos, Kyout, Agger, Aurelio, Carragher og gefa Cole séns til vors. Aðrir mega fara úr aðalliðshópnum mín vegna.

Megi nýtt ár verða Púllurum til sjávar og sveita ánægjulegra en þetta hörmungarár sem er að renna sitt skeið. Þetta verður varla verra en þetta - nema þá fall niður um deild!


mbl.is Hodgson: Ekkert nærri væntingum og vonum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband