Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Gæinn sem geymir aurinn minn

Þessi ágæti bálkur gengur nú um netheima rauðum logun, sagður eftir Finn nokkurn Vilhjálmsson. Hér er margt sagt gott og rétt, og það í bundnu máli:

Gæinn sem geymir aurinn minn

Ég finn það gegnum netið

að ég kemst ekki inn

á bankareikninginn,

en ég veit að það er gæi

sem geymir aurinn minn,

sem gætir alls míns fjár,

og er svo fjandi klár,

kann fjármál upp á hár,

býður hæstu vextina,

og jólagjöf hvert ár.

 

Ég veit hann axlar ábyrgð,

en vælir ekki neitt,

fær þess vegna vel greitt,

hendur hans svo hvítþvegnar

og hárið aftursleikt.

Þó segi' í blöðunum

frá bankagjaldþrotum

hann fullvissar mig um:

Það er engin áhætta

í markaðssjóðunum.

 

Ég veit að þessi gæi

er vel að sér og vís;

í skattaparadís

á hann eflaust fúlgur fjár,

ef hann kemst á hálan ís.

Því oftast er það sá,

sem minnstan pening á,

sem skuldin endar hjá. *

Fáir slökkva eldana,

sem fyrstir kveikja þá.

Fin.


Þeir verða buffaðir...

Haraldur Rauðhnappur er magnaður karl og kokhraustur en okkar menn munu rúlla spörfuglunum upp, kannski ekki með mörgum mörkum en fátt virðist stöðva Liverpool um þessar mundir. Spái 2-1 sigri Liverpool. Sannfærandi sigur gegn Portsmouth í gær, þar sem okkar menn óðu í færum. Lífið er dásamlegt, ó já....


mbl.is Redknapp hlakkar til að mæta Liverpool í næsta leik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hinir dæmigerðu Íslendingar

Margt skondið rekur á fjörur manns í kreppunni, enda líklega sjaldan verið mikilvægara að halda andlegri heilsu og húmornum á sínum stað.

Þessi saga segir meira en mörg orð um hvernig íslensk fyrirtæki hafa byggst upp:

,,Íslenskt og japanskt fyrirtæki ákváðu að keppa í róðri á áttæringi. Liðsmenn frá báðum fyrirtækjum æfðu stíft og voru í toppformi þegar að sjálfri keppninni kom. Japanirnir urðu 1 km á undan íslenska liðinu.

Eftir útreiðina var mórallinn að sjálfsögðu heldur slæmur í íslenska fyrirtækinu og yfirstjórnin ákvað að fyrirtækið yrði að vinna keppnina að ári. Var settur á fót vinnuhópur til að skoða vandamálið.

Eftir heilmiklar pælingar komst vinnuhópurinn að því að Japanirnir létu sjö menn róa en einn stýra. Í íslenska liðinu var það einn sem réri og sjö sem stjórnuðu. Vegna þessarar miklu krísu afréð yfirstjórn íslenska fyrirtækisins að fá ráðgjafarfyrirtæki til að kanna strúktúr íslenska liðsins og gera nýtt skipurit ef á þyrfti að halda.

Eftir margra mánaða vinnu komust stjórnunarfræðingarnir að því að í íslenska bátnum væru það of margir sem stjórnuðu en of fáir sem réru. Með hliðsjón af skýrslu sérfræðinganna var strax ráðist í skipulagsbreytingar. Í stað þess að hafa sjö stýrimenn, einn áramann, voru nú hafðir fjórir stýrimenn, tveir yfirstýrimenn, einn leiðtogi stýrimanna og einn áramaður. Að auki var áramaðurinn "mótiveraður" samkvæmt meginreglunni: "að breikka starfssvið starfsmanna og veita þeim meiri ábyrgð".

Næstu keppni unnu Japanirnir með 2 km forskoti. Íslenska fyrirtækið rak að sjálfsögðu áramanninn með tilliti til lélegrar frammistöðu, en greiddi bónus til stjórnarinnar vegna þeirrar miklu vinnu sem hún hafði innt af hendi."

Svo kemur hér önnur lýsing á íslenskum útrásarvíkingi, og einhverra hluta vegna dettur manni í hug salan á Sterling á sínum tíma! Með fylgja lýsingar á nokkrum annarra þjóða kvikindum og -ismum...:

SÓSÍALISMI

Þú átt 2 kýr.

Þú gefur nágranna þínum aðra þeirra.

KOMMÚNISMI

Þú átt 2 kýr.

Ríkið tekur þær báðar og gefur þér mjólk.

FASISMI

Þú átt 2 kýr.

Ríkið tekur þær báðar og selur þér mjólk.

NASISMI

Þú átt 2 kýr.

Ríkið tekur þær báðar...og skýtur þig svo.

SKRIFRÆÐI

Þú átt 2 kýr.

Ríkið tekur þær báðar, skýtur aðra þeirra, mjólkar hina og hellir svo allri mjólkinni.

HEFÐBUNDINN KAPITALISMI

Þú átt 2 kýr.

Þú selur aðra þeirra og kaupir naut. Þú stofnar kúabú og hagnast vel. Þú hagnast vel, selur kúabúið og sest í helgan stein

BANDARÍSKA FYRIRTÆKI

Þú átt 2 kýr.

Þú selur aðra þeirra og þvingar hina til að gefa af sér mjólk á við fjórar kýr. Þú ræður svo sérfræðing til að komast að því hvers vegna hún datt niður dauð.

ÁHÆTTUFJÁRFESTINGAR - Íslendingar

Þú átt 2 kýr.

Þú selur 3 þeirra til fyrirtækis á opnum markaði með veði í gervifyrirtæki mágs þíns, gengur svo frá yfirtöku með vísan í skráningu á markaði þannig að þú færð allar 4 kýrnar tilbaka og skattaívilnanir vegna einnar til viðbótar. Afurðarétturinn af kúnum 6 er færður yfir á fyrirtæki í Karíbahafinu, en leynilegur meirihlutaeigandi þess selur þér aftur réttinn að öllum 7 kúnum. Samkvæmt ársskýrslu á fyrirtækið nú 8 kýr, með eigendarétti að einni til viðbótar. Þú selur eina kú til þess að þóknast ónefndum stjórnmálamanni og átt þá níu kýr. Rétturinn að nautinu er seldur almenningi í hlutafjárútboði.

FRANSKT FYRIRTÆKI

Þú átt 2 kýr.

Þú ferð í verkfall, skipuleggur mótmæli og tefur umferð...vegna þess að þú vilt eiga þrjár kýr.

ÞÝSKT FYRIRTÆKI

Þú átt 2 kýr.

Þú endurhannar þær þannig að þær lifa í 100 ár, éta einu sinni í mánuði og mjólka sig sjálfar.

ÍTALSKT FYRIRTÆKI

Þú átt 2 kýr.

Þú veist ekki hvar þær eru niðurkomnar. Þú ákveður að fá þér að borða.

RÚSSNESKT FYRIRTÆKI

Þú átt 2 kýr.

Þú telur þær og kemst að því að þú átt 5 kýr.

Þú telur þær aftur og kemst að því að þú átt 42 kýr.

Þú telur þær enn og aftur og kemst að því að þú átt 2 kýr.

Þú hættir að telja og opnar aðra vodkaflösku.

SVISSNESKT FYRIRTÆKI

Þú átt 5000 kýr. Engin þeirra tilheyrir þér í raun.

Þú rukkar eigendurna fyrir geymsluna.

KÍNVERSKT FYRIRTÆKI

Þú átt 2 kýr.

Þú ræður 300 manns til að mjólka þær. Þú segir atvinnuleysi í lágmarki og blómstrandi landbúnað. Þú handtekur fréttmanninn sem sagði frá stöðunni eins og hún er í raun og veru.

INDVERSKT FYRIRTÆKI

Þú átt tvær kýr.

Þú tilbiður þær.

BRESKT FYRIRTÆKI

Þú átt tvær kýr.

Báðar eru með gin-og klaufaveiki

ÁSTRALSKT FYRIRTÆKI

Þú átt 2 kýr.

Bissnessinn gengur vel.

Þú lokar skrifstofunni og færð þér nokkra kalda til að halda upp á það.

NÝ-SJÁLENSKT FYRIRTÆKI

Þú átt tvær kýr.

Sú til vinstri er asskoti löguleg.

ÍRASKT FYRIRTÆKI

Allir virðast eiga fjölda kúa.

Þú segir öllum að þú eigir enga.

Enginn trúir þér svo þeir sprengja þig í tætlur og ráðast inn í landið.

Þú átt enn engar kýr, en þú býrð þó amk í lýðræðisríki núna...

 

 

 


Yfir brúna án Torres

Liverpool er komið á þann stað sem liðið á að vera, toppinn, eins og það er að spila þessa dagana. Sigurinn var fyllilega sanngjarn, og nota bene, þetta tókst án Torres. Liðið sýndi vel styrk sinn í dag og er til alls líklegt í vetur, sjáiði til. Hvergi er veikan blett að finna.

Það á eftir að koma í ljós síðar á tímabilinu hve sigurinn á Brúnni var gríðarlega mikilvægur. En eins og haft var eftir Carragher þá er þetta alls ekki búið, svo langt í frá, en útlitið er að sönnu bjart. Eitthvað til að orna sér við í kreppunni.


mbl.is Liverpool lagði Chelsea - Fyrsta tap Chelsea á Brúnni í 4 ár og 8 mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona lítur nýi gjaldmiðillinn út!

Gjaldmiðill framtíðarinnar !

Miðað við hve margt ótrúlegt hefur gerst í vikunni skulum við aldrei útiloka að svona seðill geti verið kominn í umferð hér á landi - eða þannig. Tek fram að ég ber enga ábyrgð á þessari smíð, fékk hana bara senda í tölvupósti....


No Wonder, no Hope

Enn og aftur ítrekar maður að það er ekki grín hendandi að atburðum líðandi stundar. Fjármálakreppa dynur yfir heiminn, ekki bara litla Ísland, og líklegast mesta kreppa síðan um 1930. En mikilvægast er að geta séð björtu hliðarnar á öllu bölinu. Heyrði einn góðan í dag þar sem Bandaríkjamaður og Íslendingur tóku tal saman. Bandaríkjamaðurinn sagði: ,,We have George Bush, Stevie Wonder, Bob Hope and Johnny Cash." Íslendingurinn var víst ekki lengi að svara: ,,We have Geir Haarde, no Wonder, no Hope, and no Cash."

Svo mörg voru þau orð, en önnur tíðindi í miðri kreppunni vekja líka athygli. Fregnir berast af því að mínir gömlu sveitungar séu í auknum mæli farnir að leggja peninga inn í innlánsdeild Kaupfélag Skagfirðinga. Vonandi fara þeir nú ekki alveg að strauja allt útúr bankaútibúunum á Króknum, en kannski er þetta upphafið að endurreistu SÍS-veldi. Back to basics......!


Af hverju konur þola ekki boltann...

Á hinum síðustu og verstu tímum er gott að missa ekki húmorinn og líta bara á björtu hliðarnar. Fékk send nokkur ágæt myndskeið sem sýna með ýmsum hætti af hverju konur þola ekki boltaæði og sjónvarpsgláp eiginmanna sinna og þær afleiðingar sem það getur haft á heimilið. Hér er aðeins sýnt það besta.

On the road again....

Sannkölluð upplyfting á kreppuvaktinni að verða vitni að þessum viðsnúningi í leiknum, minnti mann á úrslitaleikinn í Aþenu um árið. Algjörlega magnað og gott að stinga upp í þetta nýja auðvald í enska boltanum, það verður vonandi aldrei hægt að kaupa sér enska titilinn.

Það besta við leikinn var að Torres hefur fundið fjölina á ný, nú verða okkur allir vegir færir á næstunni, sjáiði til. Hið versta var að missa Skrtel í meiðsli, hrikalegt að horfa upp á það. En hann bjargaði líklega marki hjá City, sá drengur er að gefa sig 150% í þetta, sem og Kuyt og Carragher og flestir leikmenn í liðinu. Sigurgangan heldur áfram og nú er bara að hrista Chelsea af sér og stinga alla af .... eða þannig


mbl.is Magnaður sigur Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

100 marka múrinn rofinn

Loksins náði Geirharður að rjúfa 100 marka múrinn fyrir klúbbinn, og þvílíkt mark. Góð úrslit og nokkuð örugg, hélt að mótstaðan yrði meiri hjá Hollendingunum. Okkar menn næsta öruggir upp úr þessum riðli, mikið þarf að gerast til að það klikki. Og enn ánægjulegra var að sjá Keane skora, vonandi að hann sé kominn í gang. Ekki veit maður hvað er að hrella Torres fyrir framan markið, hann er að klúðra hverju færinu á fætur öðru, farinn að hallast að því að málið sé bara þessi stutta klipping!

Nýkominn frá Anfield skildi maður betur af hverju Geirharður renndi sér fótskriðu á þann stað sem hann gerði, fyrir framan stúkuna þar sem aðstandendur og boðsgestir leikmannanna sitja. Þegar menn bíða eftir að skora 100. markið þá bjóða þeir að sjálfsögðu allri familíunni á völlinn...

Innan úr helgasta véinu á Anfieldps. lauma hér að mynd úr búningsklefa Liverpool á Anfield, því allra heilagasta, að baki leiðsögumannsins Kevin bíður m.a. treyja Gerrards, tilbúin í slaginn...! Og ekki var íburðurinn mikill. Hann ku vera meiri á æfingasvæðinu.

 

 


mbl.is Öruggur sigur Liverpool á PSV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 129
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 129
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband