"Geggjað slöpp í ensku"

Eftirfarandi barst mér í pósti, og hefur eflaust farið víða, en þetta er bara svo fyndið að ég verð að deila því með fleirum. Sýnir meira en mörg orð hvað skrifin í netheimum geta verið skrautleg.

Sagan mun hafa byrjað þannig að kona sem var að skrifa á vefnum barnaland.is bað um hjálp við að skrifa orðið "virðingarfyllst" á ensku en hún var þá að skrifa eitthvað bréf. Konan þurfti á aðstoð að halda og skrifaði eftirfarandi:

"Hvernig segir maður "kær kveðja" ...... á ensku sorrý er ekki klár í henni og er að senda út til uk vegna gallaða dótsins."

Síðan fékk hún svar frá hjálpsömum netverja og skrifaði til baka:

"Ókei takk æðislega ég er geggjað slöpp í ensku sérstaklega að skrifa hana getiði sagt mér án þess að drulla yfir mig hvort að það sé hægt að skilja eitthvað af þessu bréfi hehe?"

Síðan birti hún þetta ágæta bréf:

"Hello. i am from Iceland and I don not speak very good English but I am gun a tray. I by a toy in Iceland from fisher price ,,little people,, and dora explorer and this toy are maid in China 2002-2007. One Dora explorer vas bay in Spain and made 2002 (the small one) and the big one I think in Iceland but I am not sure made 2003.

Are something wrong this toy or????? Waht can I do?? Can I talk to some body in Iceland so I can anther stand this better????

I hope you can anther stand what I am writing. And thank you

Respectfully .

 XXXXX."

Einhverjum sem las þetta á Barnalandi mun hafa þótt þetta fyndið og gripið til þess ráðs að þýða bréf konunnar nokkurn veginn orðrétt. Útkoman var þessi:

"Halló, Ég er frá Íslandi og ég er mafíuforingi sem talar ekki mjög góða ensku, en ég er byssa á bakka. Ég er hjá leikfangi á Íslandi frá Fisher Price, litla fólk og Dóra landkönnuður og þetta leikfang er þjónustustúlka í Kína á árunum 2002-2007. Ein Dóra landkönnuður var strönd á Spáni og náði 2002 (sú litla) og um þá stóru hugsa ég á Íslandi en er ekki viss um að hafi náð 2003.

Eru eitthvað að þessu leikfangi eða????? Get ég talað við eitthvað lík á Íslandi svo ég geti anther staðið þetta betur?????

Ég vona að þú getir anther staðið það sem ég skrifa, og takk fyrir.

Virðingarfyllst."

Þetta getur maður náttúrulega ekki toppað...!Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

þetta er geggjað. en hún allavega reyndi. virðingarvert...

gun a tray.

virðingarfyllst, arnar

arnar valgeirsson, 7.9.2007 kl. 17:56

2 identicon

brjálæðislega fyndið

skora á þessa konu að skrifa meira á ensku

sola (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 19:31

3 Smámynd: Jón Brynjar Birgisson

Mér var orðið illt af hlátri. Hreinasta snilld.

Jón Brynjar Birgisson, 9.9.2007 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 32011

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband