Í kóngsins Köben

Karlinn brá sér með kerlingunni til Köben um síðustu helgi, og slapp milli lægða, komumst klakklaust alla leið og án þess að þurfa bíða mínútu til eða frá í Leifsstöð eða Kastrup. Veðurguðirnir héldu sér sem betur fer til hlés. Verst hins vegar í Kastrup hvað gekk lengi að innrita hópinn, aðeins tveir að innrita framan af í alls sex flug, og dýrmætur bjór- og búðartími tapaðist í flugstöðinni.

Að öðru leyti var ferðin dásamleg, alltaf gaman að upplifa Köben barnlaus og án Tivoli, geta vafrað um á böbbunum og almennilegum dönskum veitingastöðum, ekkert skyndibitakjaftæði. Danskt smörrebröd hjá Idu Davidsen, andabringa á Lille Apotek og ölkrús á Hvids Vinstue og Carlsberg safninu. Fórum reyndar ekki á Thorvaldsens safnið en alltaf jafn dapurlegt að lesa það í bæklingum og túristabókum að hvergi er minnst á íslenskan uppruna listamannsins. Þarna hefur íslenska sendiráðið í Köben verk að vinna.

Vilji Íslendingar prófa einhverja aðra "Kringlu"  en Magasin du Nord og Illum þá bendi ég þeim á Fiskitorgið, nýlega verslunarmiðstöð skammt frá miðbænum, örskotsstund með lest frá Hovedbanegarden á Dybbelsbro. Þar er líka hægt að fara í bió í leiðinni í Cinenmax og rölta yfir á Íslandsbryggju. Og fyrir spennufíkla mæli ég með því að prófa að fara í lest eða Metro án þess að borga krónu, vorum þarna í þrjá daga og sáum aldrei nokkra sálu að athuga hvort farþegarnir voru með miða eða ekki. Eyddum engu að síður formúgu fjár í lestarmiða fram og til baka. En komist upp um svikin þá er maður sex þúsund krónum fátækari !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband