Aðeins ein lausn í spilunum

Íslenskir kjósendur hafa löngum þótt óendanlega umburðarlyndir og trygglyndir sínum flokkum, en nú hygg ég að sjálfstæðismenn séu búnir að fá sig fullsadda af þvælunni kringum þetta REI-mál hérna í borginni. Nú hefur maður stutt flokkinn gegnum súrt og sætt í tvo áratugi en á síðustu vikum og mánuðum hefur það hvarflað að manni um stund að segja sig úr flokknum til að mótmæla ruglinu sem viðgengst hefur í borgarstjórnarflokknum. Það er kominn tími að hreinsað verði til og nýjum oddvita teflt í fremstu röð. Þar er hins vegar vandi að velja og til að Sjálfstæðislflokkurinn öðlist aftur trú og traust borgarbúa þarf einfaldlega einhvern nýjan mann, utan borgarstjórnar í dag, til að hefja baráttu fyrir næstu kosningar.

Átakanlegt hefur verið að horfa upp á flótta núverandi oddvita flokksins og tímabært að hann uppgötvi sinn vitjunartíma. Vilhjálmur hefur gert margt gott gegnum tíðina og staðið sig vel í sínu hlutverki, en í REI-málinu er eins og hann hafi látið blekkjast af kappsömum kaupsýslumönnum og embættismönnum sem sáu gullið glóa þegar óbeisluð orkan var annars vegar. Og fleiri stjórnmálamenn en Vilhjámur hafa látið blekkjast, og sumir þeirra eru þegar horfnir af pólitíska sviðinu. Það getur ekki kallast að hafa axlað pólitíska ábyrgð á málinu, að fá tækifæri til að setjast aftur í borgarstjórastólinn. Íslenskir kjósendur eru sem fyrr segir umburðarlyndir en ekki algjör fífl.


mbl.is „REI - ætlar Sjálfstæðisflokkurinn ekki að axla ábyrgð?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

jú væni minn. íslenskir kjósendur eru algjör fífl og kjósa þetta yfir sig aftur og aftur og aftur og aftur og....

en batnandi mönnum er best að  lifa. velkominn á jörðina aftur.

arnar valgeirsson, 9.2.2008 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband