Kemur ekki á óvart

Ákvörðun Ólafs Ragnars kom ekki á óvart, hún lá í loftinu, fátt benti til annars en að hann héldi áfram í önnur fjögur ár. Ekki er langt síðan birtar voru kannanir sem sýndu ánægju yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar með störf forsetans. Hann hefur fundið sér öflugan vettvang sem er að opna dyr fyrir íslensk fyrirtæki í útrás. Það hefur hann gert vel og forsvarsmenn fyrirtækja hæstánægðir með hann, því kynntist maður af eigin raun í Kína í haust þegar Ólafur Ragnar var þar á ferð ásamt Dorrit.

Ólafur Ragnar má heldur ekki gleyma fólkinu í landinu, á ferðum sínum um heiminn, því væntanlega vilja Íslendingar líka hafa hann til "heimabrúks" fyrst hann nýtur svo mikils stuðnings. Ekki nema að fólk vilji bara hafa hann í útlöndum! Forsetanum var tíðrætt í nýársávarpi sínu um að við þyrftum að hægja á og fara að spara. Orð í tíma töluð en í kringum mann í dag mátti heyra raddir þess efnis að forsetinn ætti þá að sýna gott fordæmi og spara við sig utanlandsferðirnar!

Athyglisverð þau ummæli Steingríms J. í Kryddsíldinni í gær að setja ætti reglur um kjörtímabil forsetans, lengja þau jafnvel í sex ár og hafa þau aðeins tvö, þannig að ekki væri hægt að vera lengur forseti Íslands en í 12 ár. Getur verið að Steingrími finnst Ólafur Ragnar, fyrrum vopnafélagi sinn í pólitík, búinn að vera of lengi á Bessastöðum? Blundar forsetadraumur í huga Steingríms?! 


mbl.is Býður sig fram til endurkjörs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 32012

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband