Hver röndóttur!

Hann sló Eirík Fjalar nærri því útaf laginu á Stuðmannatónleikunum um helgina, gesturinn sem átti svarið rétt á undan Eiríki við spurningu hans um hvað maðurinn hefði sagt við félaga sinn er þeir sáu zebrahestahjörð koma niður hlíðina: Hver röndóttur! (Nú væri nær að svara: KR-ingar að falla úr úrvalsdeild!)

Þessi uppákoma fékk mig til að rifja upp ógleðina við að sjá mitt gamla lið, Tindastól, leika í gul-svart röndóttum treyjum í Víkinni á dögunum gegn Berserkjum, sem ku vera varalið Víkinga. Veit ekki hvað hefur orðið af gömlu góðu rústrauðu búningunum. Enda fór svo að ég hrökklaðist af velli í stöðunni 2-0 og svo fór að Stólarnir töpuðu þessum leik 3-1, sínum fyrsta í sumar. Vonandi eru þetta algjörir varabúningar og eingöngu notaðir í neyð. Það sýnir sig líka í efstu deild að röndóttir búningar eru ekki að gera sig þetta árið, alveg sama þó að Vesturbæingar reyni að fá Loga til að kveikja neistann. Þeir hefðu betur haldið teiti, nei ég meina Teiti....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Björn,

Hjörtur Geirmunds benti mér á þessa skemmtilegu færslu þína. Sjálfur spila ég með Tindastól, því miður var ég ekki með í þessum leik, sem og aðrir 4 byrjunarliðsmenn, samtals vantaði 6 sterka menn.

En skýringin á bakvið búningana, vil ég að komi fram. Tindastóll varð í ár 100 ára og var haldin afmælishátíð 16. júní. Þess vegna var ákveðið að varabúningar stólanna yrðu einsog fyrstu búningarnir sem Tindastóll lék í í knattspyrnu (reyndar voru randirnar aðeins þykkari, en það er smáatriði). Fyrsti leikur okkar í þessum búningum var einmitt á móti Skallagrím, 16. júní fyrir hátíðina og vannst sá leikur 3-1 í blíðskaparveðri.

Vildi bara koma þessu á framfæri, Áfram Tindastóll!

Pálmi Þór Valgeirsson (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 11:03

2 Smámynd: Björn Jóhann Björnsson

Takk fyrir ábendinguna, Pálmi. Held mig þó við þá skoðun að þessi búningar séu forljótir, í umræddum leik virkaði liðið á mann sem villuráfandi og vængjalausar býflugur, með tvær fætur....  kv bjb

Björn Jóhann Björnsson, 10.8.2007 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband