Aldrei fer ég vestur...

 

Fyrir vísnavini og húmorista tel ég fulla ástæða til að vekja athygli á þessari yndislegu vísu sem Ari Jóhann Sigurðsson, söngvari með meiru frá Holtsmúla, gaukaði að mér hérna á síðunni. Hún mun vera eftir Sigurð Hansen frá Kringlumýri í Skagafirði, sem er með snjöllustu og fyndnustu hagyrðingum landsins.  Lét Sigurður vísuna falla á Bessastöðum er hann var þar mættur ásamt öðrum kórdrengjum í Heimi, og tilkynnt var að tónlistarhátíðin "Aldrei fór ég suður" hefði fengið Eyrarrósina, verðlaunin sem Heimir var einnig tilnefndur til. Út úr þessum línum má lesa nett vonbrigði Sigurðar:

Ég var alinn upp í sveit

alltaf talinn bestur.

Eitt er víst að alþjóð veit

að aldrei fer ég vestur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sigurður skal hljóta hrós,

héraðsskáldið slynga.

Hann er andans Eyrarrós

okkar Skagfirðinga.

Árni Gunnarsson, 17.1.2008 kl. 17:33

2 identicon

Ekki er þessi nú síðri, Árni, þeir klikka sjaldan Skagfirðingarnir, hvort sem það er Blönduhlíðin, Reykjaströndin, Hofsós, eða Hólavegur...! Kv bjb

Björn Jóhann (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 32019

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband