Þróunaraðstoð við litlu liðin...

Fyrir gamla og gallharða Púllara eru þessi úrslit óviðunandi, en við verðum að líta á þau sem þróunaraðstoð Liverpool við litlu liðin á Englandi. Luton ku vera á barmi gjaldþrots og fékk víst innkomuna í dag óskipta*. Norðmaðurinn Riise er góðhjartaður piltur og sá til þess að Luton fengi enn meiri peninga í kassann, nú fær litla liðið að mæta örlögum sínum í seinni leiknum á Anfield. Tapi Liverpool hins vegar þeim leik þá mun ég opinberlega lýsa yfir vantrausti á Benitez og óska eftir því að hann verði rekinn án tafar. Hans staða er þegar orðin viðkvæm eftir úrslit síðustu leikja og ekki að undra fréttir í breskum miðlum um að þetta sé hans síðasta tímabil á Anfield.

Og hver skoraði svo fyrir Liverpool í dag? Jú vinur minn Crouch sem Benitez hefur ekki talið sig hafa not fyrir. Vonandi fer sá spænski að fara að sjá ljósið...

ps. *mér hefur verið bent á að Liverpool hafi neitað Luton um að skipta innkomu leiksins í dag. Ljótt ef satt er og lýsir óttalegri nísku hjá mínum mönnum, jólin eru jú ekki alveg búin...


mbl.is Luton náði jafntefli við Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta er nú ekki alveg rétt hjá þér með óskipta innkomu.

 Luton báðu um þann greiða, en var neitað.

http://www.fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=56597

Árni (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 18:40

2 identicon

Væri nú hreinlega að henda peningum út um gluggann að gefa Luton þessi 100.000 pund sem hlutur Liverpool var. Luton er í þessum fjárhagsvandræðum vegna eigin vitleysu. Klúbbur sem er þrisvar sinnum búinn að fara í greiðslustöðvun á 10 árum, brýtur einhvern haug af félagaskiptareglum og er að tapa 400.000 pundum á mánuði vegna fjármálaóreiðu er ekki að fara að lifa af þó þeir fái einu sinni 100.000 pund.
Vissulega myndi ég sjá eftir Luton ef klúbburinn verður gjaldþrota, er alltaf gaman að fylgjast með liðinu hans Adda og sjá upp á hvaða dellu þeir taka næst, en að "verðlauna" þessa rekstrardellu væri ekki gott fordæmi. Luton mun líklega fá mun betri hjálp frá Liverpool í síðari leiknum þar sem búast má við að eitthvað fleiri en 10.000 mæti á Anfield.

Gulli (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 19:36

3 Smámynd: arnar valgeirsson

eitthvað er púllarinn í þér farinn að sjá að sér. sem er gott. ég get bent þér á gamalt stórveldi sem reyndar komst í hann krappann, en er svo sannarlega að fara að rétta úr kút og væri skemmtilegt að styðja. tími þess mun svo sannarlega koma og þá verður hamingja, algjörlega óskipt....

held reyndar að það sé ekki bara benitez sem er eitthvað að klikka þarna. liðið hefur bara ekki haldið dampi í ótrúlega mörg ár. einu sinni, fyrir nokkuð lengi reyndar, dáðist ég að spilamennsku púllara. hvernig þeir spiluðu flott á milli sín og allt í einu var sett i fimmta gír og endaði með flottu marki.

en sjálfsmarkið var flott, vantar ekki. og mér fannst úrslitin bara ánægjuleg, fyrir mína parta sko.

hef verið bæði í liverpool og leeds. flottar borgir. leeds þó skemmtilegri og flottur völlur og frábærir stuðningsmenn. algjörlega frábært lið og fallegri búningar. kommon, þarf ég að segja meira.

velkominn í hópinn væni....

arnar valgeirsson, 6.1.2008 kl. 23:56

4 Smámynd: Björn Jóhann Björnsson

þetta er bara raunsæi Arnar minn ( og smá svekkelsi) en að sjálfsögðu fylgir maður sínum mönnum fram í rauðan dauðann, í orðsins fyllstu merkingu...

Björn Jóhann Björnsson, 7.1.2008 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband