Góð helgi eyðilögð

Það er ekki tekið út með sældinni að vera dómari í enska boltanum en vælandi blámenn í Chelsea settu það mikinn þrýsting á Robbie þennan Styles að hann eyðilagði fyrir manni annars frábæra helgi. Allur umheimurinn sá að þessi vítaspyrnudómur var gjörsamlega kolklikkaður og greinilegt var að dómarinn uppgötvaði það eftirá, hann fór bókstaflega á taugum og missti leikinn úr höndum sér og vörum. Það var hreinn stuldur að blámennirnir hirtu eitt stig frá þessum leik, Liverpool var á góðri leið með að bæta við öðru marki þegar ósköpin dundu yfir.

Ekki að undra að forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar séu búnir að gefa Styles leyfi. Hann á amk ekki afturkvæmt á Anfield, svo mikið er víst.


mbl.is Steven Gerrard: Viðurkenndu mistökin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 32010

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband