Peningaþvætti í Hlíðunum

Dagurinn í dag byrjaði ekki gæfulega, peningaveskið týnt og eigandinn hafði í fyrstu ekki minnstu hugmynd um hvar auðæfin væru niðurkomin. Sérlega óþægileg tilfinning, eins og að hafa misst ástvin. Ekki bara greiðslukortin heldur stimpilkortið, golfkortið, Liverpoolklúbb-kortið, gjafakort, tryggingakort og þannig mætti lengi telja. Til að koma í veg fyrir stórtjón var þeim kortum lokað sem hægt var að loka, á meðan dauðaleit stóð yfir. Hún bar lítinn árangur, eða þar til að lítill neisti kviknaði á hádegi.

Viti menn, blessað veskið hafði endað í þvottavélinni, í rassvasa á buxum sem fóru víst í hreinsun í gærkvöldi. Hvernig gat maður munað eftir því?! Ég viðurkenni hérmeð peningaþvætti, en vona að sleppa undan krumlum Halla Jó, Jóns HB og félaga. Kannski er þetta byrjunin á Alsheimer-light en mikið rosalega var ánægjulegt að sjá öll kortin aftur, hrein og fín, og lífið gat haldið áfram....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband