Standöpp um allan bæ

Það má fréttastofa Sjónvarps eiga að hún er dugleg að senda fréttamenn sína út um borg og bí í beina útsendingu í miðjum fréttatíma. Svo virðist sem dagskipunin sé að hafa eitt stand-up, eins og það ku vera kallað á fagmáli, í hverjum fréttatíma, sama hve mikið og merkilegt er í gangi. Þetta virkar sannarlega vel á mann sem sjónvarpsáhorfanda þegar stórtíðindi eru í gangi, en ég verð að viðurkenna að þetta kemur stundum dulítið kjánalega út. Dæmi er fréttin í kvöld um of fáa lögreglumenn á hvern íbúa á Íslandi. Bein útsending frá Austurvelli og viðtal við formann landssambands lögreglumanna. Á svona stundum hljóta t.d. tæknimenn Sjónvarps að tauta í hljóði til hvers í andsk... þeir séu að standa í þessu.

Ekki laust við að RÚV hafi smitast eitthvað af NFS, sem í raun varð að hætta vegna þess að það gerist ekki nógu mikið á litla Íslandi til að halda úti fréttasjónvarpi allan sólarhringinn. Það ber að virða Sjónvarpið fyrir að vilja hafa fréttaflutninginn lífandi og skemmtilegan en frétt í beinni útsendingu verður nú að standa undir nafni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 32051

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband