Þar kom skýringin...

Sjóndaprir gáð séð það í gærkvöldi að Gerrard var ekki svipur hjá sjón(!) Þannig var um fleiri lykilmenn, eins og Alonso, Carragher og Torres. En þetta er alls ekkert búið, staðan er slæm í hálfleik en annað eins hefur nú gerst í sögu félagsins. Vonandi verður Gerrard hvíldur á laugardaginn, svo hann komi sprækur á Brúna eftir páska.

Maður vonar hins vegar að sumir leikmenn verði hvíldir af öðrum ástæðum, þ.e. þeim hversu þeir eru yfirleitt daprir. Ég leyfi mér að fullyrða að Lucas Leiva sé einhver jafnslakasti leikmaður sem fær að hanga inn í byrjunarliðinu fyrir það eitt, sennilegast, að vera brasilískur. Einnig hefur Rieira ekki verið að ná sér á strik. Því miður kom lítið út úr varamönnunum Babel og Dossena en maður hefur trú á að meira búi í þeim.

Dagskipunin til Benitez, og ætti í raun að vera fjöldakrafa allra Púllra á þessari jarðkringlu með því að senda tölvupóst á karlinn: Losaðu okkur við Lucas Leiva!!! Inná með Mascherano til að byrja með og styrkja svo miðjuna í sumar með einhverju góðgæti...

YNWA...


mbl.is Tvísýnt með Steven Gerrard
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

MonsterMasch var í banni í leiknum í gær, þess vegna var hann ekki með.

En sammála er ég þér með helv... hann Lucas.   Djö... þoli ég ekki þann mann en vona ég að við þurfum ekki að horfa uppá hann mikið meir í rauða gallanum.

Hann var mjög lélegur í leiknum í gær.  Og reyndar voru fleiri það líka :(

Jón Ingi (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 23:41

2 Smámynd: arnar valgeirsson

þetta var nú samt skemmtilegur leikur fyrir leedsara. sem þarf ekki að halda með þessum liðum...

en mér fannst þetta sanngjarnt og dossena var nú í þvílíku tjóni þessar mínútur en torres er ógnvekjandi, alltaf ógnandi.

held þið séuð game over væni. held það....

en þið megið sko hirða englandstitilinn fyrir framan nebban á skumsurunum, helst á síðustu mínútu í síðasta leik og ég skal samfagna þér.

arnar valgeirsson, 10.4.2009 kl. 01:54

3 Smámynd: Ragnar Martens

Það hefur ekki verið mikið álag á LFC miðað við hin toppliðinn eftir áramót. LFC hefur fengið ómetanlegt frí inn á milli t.d. helgina á undan Man Utd leiknum þegar bikarhelgin var. Það er rooosalega gott að fá 2 vikna pásu frá deildinni, sem hefur sínt sig á leik LFC að undanförnu. En... nú þegar álagið eykst á LFC þá tapa þeir 3-1 á heimavelli. dejavu.

Það sem við komum til með að sjá í næstu leikjum er að LFC kemur til með að vera í miklum vandræðum. Þeir hafa ágætis byrjunarlið en svo þegar þeir fara hvíla menn þá verður fjandin fyrst laus.

Ragnar Martens, 10.4.2009 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband