You aint seen nothing yet...

Rauði herinn óstöðvandiEkkert stöðvar mína menn í þessum ham. Þegar maður er farinn að vorkenna andstæðingnum þá er sigurvíman komin á æðra stig. Ansi var það nú harður dómur að gefa Friedel gamla rauða spjaldið en að sama skapi gleðilegt að Gerrard náði þrennunni. Hreint ótrúlegur leikur og hreint ótrúleg staða sem Liverpool er komið í. Átta umferðir eftir og möguleikar á dollunni bara töluverðir, sé miðað við spilamennskuna hjá liðinu þessa dagana. Bullandi sjálfstraust, leikkleði og markagredda ráða nú ríkjum á Anfield. Á sama tíma virðist Man Utd að hrynja saman af þreytu og pirringi. Spurning hvern Rooney ætlaði að hitta þarna í gær, dómarann jafnvel?!

Skemmtileg myndasyrpan hjá ensku sjónvarpsmönnunum  í dag sýndi að ekkert raskar ró Benitez, hann fer líklega ekki að taka upp á því á gamalsaldri að fagna marki. Þá væri hann með óráði. Hvað skyldi hann skrifa í nótubókina eftir hvert mark? Varla hver skoraði, það hljóta aðrir að sjá um það. Kannski er hann að skrifa innkaupalista fyrir konuna... :-)

Það sem virðist vera að gera útslagið, fyrir utan að sjálfsögðu magnaðan hóp og klókan þjálfara, er þó hvíldin sem Liverpool fékk á dögunum. Nú taka við tvær vikur í næsta leik og þá mæta menn endurnærðir. Amk ætlar maður rétt að vona það. Þetta er búið að vera of gott í síðustu þremur leikjum til að vera búið.

YNWA


mbl.is Gerrard með þrennu og eins stigs munur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Það er ekki oft sem ég græt en þessir þrír síðustu leikir okkkar manna framkalla tár á harðasta skrápi.

Nú er það bara að vona það besta.

Bestu kveðjur,

Muggi.

Guðmundur St Ragnarsson, 24.3.2009 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 32002

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband