Bond á mörkum hins blóðrauða

JamesBond

Fór á Bond um helgina með drengnum (13 ára) og hinn breski harðjaxl stendur undir nafni, hörkufín mynd með öllum þeim brellum og hasar sem Bond er bestur í, amk hinn nýi Bond, Daniel Craig. Massaður gaur og svellkaldur, leikur víst flest áhættuatriðin sjálfur. Um leið nær hann að sýna trúverðuga ástarsorg yfir örlögum Vesper í Casino Royale og er ekki að fara upp á hverja sem er.

Einhvern veginn nær Quantum of Solace þó ekki sömu hæðum og Casino Royale, þó að ég geti tekið undir með mörgum um að þessi nýjasta mynd er með þeim allra bestu sem gerðar hafa verið um njósnara hans hátignar. Mætti hafa meiri húmor innan um hamaganginn.

Það sem vekur sérstaka athygli mína er að Kvikmyndaskoðun skuli ekki hafa bannað þessa mynd börnum undir 16 ára aldri. Ofbeldið er síst minna en í síðustu mynd, hef ekki töluna á þeim sem Bondarinn banar og í sumum tilvikum á hrottafenginn hátt, fórnarlömbunum blæðir út, menn eru teknir úr hálsliðnum, beinbrotnir og þannig mætti lengi telja.

Veit ekki hvaða mörk Kvikmyndaskoðun setur sér en einhver hefði nú verið fljótur að banna þessa mynd undir 16 og rauðmerkja hana. Guli liturinn með bannað innan 12 ára er of lágt. Ég sé á vef Kvikmyndaskoðunar að heimilt er að banna bíósýningar undir 14 ára aldri og þau mörk hefðu verið mun raunhæfari. Kvikmyndahúsaeigendur eflaust kætast yfir þessu og fá meira í kassann með gulu merkingunni. Hvað segir umboðsmaður barna? Bara spyr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

umboðsmaður barna? hann sér nú bara um að redda krökkum í afmælisveislur, syngja og svona....

en við atli og jökull eigum eftir að sjá þessa. þó hún væri bönnuð innan tuttuguogfimm.

og svo minni ég að að drengurinn og vinir hans, og þá á ég við þinn ekki síður en aðra, er að dinglast í grand theft auto og fleiri léttum morðleikjum svona fyrir háttinn. jebbs, det er nu det.

arnar valgeirsson, 10.11.2008 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 31997

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband