Gæinn sem geymir aurinn minn

Þessi ágæti bálkur gengur nú um netheima rauðum logun, sagður eftir Finn nokkurn Vilhjálmsson. Hér er margt sagt gott og rétt, og það í bundnu máli:

Gæinn sem geymir aurinn minn

Ég finn það gegnum netið

að ég kemst ekki inn

á bankareikninginn,

en ég veit að það er gæi

sem geymir aurinn minn,

sem gætir alls míns fjár,

og er svo fjandi klár,

kann fjármál upp á hár,

býður hæstu vextina,

og jólagjöf hvert ár.

 

Ég veit hann axlar ábyrgð,

en vælir ekki neitt,

fær þess vegna vel greitt,

hendur hans svo hvítþvegnar

og hárið aftursleikt.

Þó segi' í blöðunum

frá bankagjaldþrotum

hann fullvissar mig um:

Það er engin áhætta

í markaðssjóðunum.

 

Ég veit að þessi gæi

er vel að sér og vís;

í skattaparadís

á hann eflaust fúlgur fjár,

ef hann kemst á hálan ís.

Því oftast er það sá,

sem minnstan pening á,

sem skuldin endar hjá. *

Fáir slökkva eldana,

sem fyrstir kveikja þá.

Fin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 129
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 129
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband