Hinir dæmigerðu Íslendingar

Margt skondið rekur á fjörur manns í kreppunni, enda líklega sjaldan verið mikilvægara að halda andlegri heilsu og húmornum á sínum stað.

Þessi saga segir meira en mörg orð um hvernig íslensk fyrirtæki hafa byggst upp:

,,Íslenskt og japanskt fyrirtæki ákváðu að keppa í róðri á áttæringi. Liðsmenn frá báðum fyrirtækjum æfðu stíft og voru í toppformi þegar að sjálfri keppninni kom. Japanirnir urðu 1 km á undan íslenska liðinu.

Eftir útreiðina var mórallinn að sjálfsögðu heldur slæmur í íslenska fyrirtækinu og yfirstjórnin ákvað að fyrirtækið yrði að vinna keppnina að ári. Var settur á fót vinnuhópur til að skoða vandamálið.

Eftir heilmiklar pælingar komst vinnuhópurinn að því að Japanirnir létu sjö menn róa en einn stýra. Í íslenska liðinu var það einn sem réri og sjö sem stjórnuðu. Vegna þessarar miklu krísu afréð yfirstjórn íslenska fyrirtækisins að fá ráðgjafarfyrirtæki til að kanna strúktúr íslenska liðsins og gera nýtt skipurit ef á þyrfti að halda.

Eftir margra mánaða vinnu komust stjórnunarfræðingarnir að því að í íslenska bátnum væru það of margir sem stjórnuðu en of fáir sem réru. Með hliðsjón af skýrslu sérfræðinganna var strax ráðist í skipulagsbreytingar. Í stað þess að hafa sjö stýrimenn, einn áramann, voru nú hafðir fjórir stýrimenn, tveir yfirstýrimenn, einn leiðtogi stýrimanna og einn áramaður. Að auki var áramaðurinn "mótiveraður" samkvæmt meginreglunni: "að breikka starfssvið starfsmanna og veita þeim meiri ábyrgð".

Næstu keppni unnu Japanirnir með 2 km forskoti. Íslenska fyrirtækið rak að sjálfsögðu áramanninn með tilliti til lélegrar frammistöðu, en greiddi bónus til stjórnarinnar vegna þeirrar miklu vinnu sem hún hafði innt af hendi."

Svo kemur hér önnur lýsing á íslenskum útrásarvíkingi, og einhverra hluta vegna dettur manni í hug salan á Sterling á sínum tíma! Með fylgja lýsingar á nokkrum annarra þjóða kvikindum og -ismum...:

SÓSÍALISMI

Þú átt 2 kýr.

Þú gefur nágranna þínum aðra þeirra.

KOMMÚNISMI

Þú átt 2 kýr.

Ríkið tekur þær báðar og gefur þér mjólk.

FASISMI

Þú átt 2 kýr.

Ríkið tekur þær báðar og selur þér mjólk.

NASISMI

Þú átt 2 kýr.

Ríkið tekur þær báðar...og skýtur þig svo.

SKRIFRÆÐI

Þú átt 2 kýr.

Ríkið tekur þær báðar, skýtur aðra þeirra, mjólkar hina og hellir svo allri mjólkinni.

HEFÐBUNDINN KAPITALISMI

Þú átt 2 kýr.

Þú selur aðra þeirra og kaupir naut. Þú stofnar kúabú og hagnast vel. Þú hagnast vel, selur kúabúið og sest í helgan stein

BANDARÍSKA FYRIRTÆKI

Þú átt 2 kýr.

Þú selur aðra þeirra og þvingar hina til að gefa af sér mjólk á við fjórar kýr. Þú ræður svo sérfræðing til að komast að því hvers vegna hún datt niður dauð.

ÁHÆTTUFJÁRFESTINGAR - Íslendingar

Þú átt 2 kýr.

Þú selur 3 þeirra til fyrirtækis á opnum markaði með veði í gervifyrirtæki mágs þíns, gengur svo frá yfirtöku með vísan í skráningu á markaði þannig að þú færð allar 4 kýrnar tilbaka og skattaívilnanir vegna einnar til viðbótar. Afurðarétturinn af kúnum 6 er færður yfir á fyrirtæki í Karíbahafinu, en leynilegur meirihlutaeigandi þess selur þér aftur réttinn að öllum 7 kúnum. Samkvæmt ársskýrslu á fyrirtækið nú 8 kýr, með eigendarétti að einni til viðbótar. Þú selur eina kú til þess að þóknast ónefndum stjórnmálamanni og átt þá níu kýr. Rétturinn að nautinu er seldur almenningi í hlutafjárútboði.

FRANSKT FYRIRTÆKI

Þú átt 2 kýr.

Þú ferð í verkfall, skipuleggur mótmæli og tefur umferð...vegna þess að þú vilt eiga þrjár kýr.

ÞÝSKT FYRIRTÆKI

Þú átt 2 kýr.

Þú endurhannar þær þannig að þær lifa í 100 ár, éta einu sinni í mánuði og mjólka sig sjálfar.

ÍTALSKT FYRIRTÆKI

Þú átt 2 kýr.

Þú veist ekki hvar þær eru niðurkomnar. Þú ákveður að fá þér að borða.

RÚSSNESKT FYRIRTÆKI

Þú átt 2 kýr.

Þú telur þær og kemst að því að þú átt 5 kýr.

Þú telur þær aftur og kemst að því að þú átt 42 kýr.

Þú telur þær enn og aftur og kemst að því að þú átt 2 kýr.

Þú hættir að telja og opnar aðra vodkaflösku.

SVISSNESKT FYRIRTÆKI

Þú átt 5000 kýr. Engin þeirra tilheyrir þér í raun.

Þú rukkar eigendurna fyrir geymsluna.

KÍNVERSKT FYRIRTÆKI

Þú átt 2 kýr.

Þú ræður 300 manns til að mjólka þær. Þú segir atvinnuleysi í lágmarki og blómstrandi landbúnað. Þú handtekur fréttmanninn sem sagði frá stöðunni eins og hún er í raun og veru.

INDVERSKT FYRIRTÆKI

Þú átt tvær kýr.

Þú tilbiður þær.

BRESKT FYRIRTÆKI

Þú átt tvær kýr.

Báðar eru með gin-og klaufaveiki

ÁSTRALSKT FYRIRTÆKI

Þú átt 2 kýr.

Bissnessinn gengur vel.

Þú lokar skrifstofunni og færð þér nokkra kalda til að halda upp á það.

NÝ-SJÁLENSKT FYRIRTÆKI

Þú átt tvær kýr.

Sú til vinstri er asskoti löguleg.

ÍRASKT FYRIRTÆKI

Allir virðast eiga fjölda kúa.

Þú segir öllum að þú eigir enga.

Enginn trúir þér svo þeir sprengja þig í tætlur og ráðast inn í landið.

Þú átt enn engar kýr, en þú býrð þó amk í lýðræðisríki núna...

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband