Útsvarið ekki greitt í ár

Varð þess mikla heiðurs aðnjótandi að vera boðið að keppa í Útsvari, fyrir hönd minnar gömlu heimabyggðar. Alltaf gott að einhver muni eftir manni, þó að ég hafi ákveðinn mann grunaðan um að hafa bent á mig. En hafi hann og allir aðrir þökk fyrir ofurtrúna á mína vísdómsgáfu. Eftir nokkurra sekúndna umhugsun sagði ég nei takk, en fyrir utan hógværð og afskaplega litla þörf á að láta ljós mitt skína frammi fyrir alþjóð í beinni útsendingu, þá átti þetta snögga svar sér afar djúpar rætur. Leita þarf allt aftur til áranna 1985 eða 1986, er ég tók þátt í Gettu betur fyrir hönd FÁS, líklegast á árdögum þeirrar keppni.

Minningin frá þeirri viðureign er vægast sagt hryllileg, og framkallaði martraðir lengi framan af. Ekki vantaði að maður var í hörkuliði, með Inga Vaff og Jóni Jónssyni, þjóðfræðingi og galdramanni frá Ströndum. Liðsstjórinn var sjálfur Geirlaugur Magnússon, ljóðskáld og frönskukennari. Blessuð sé minnig hans. Það vantaði ekki öflugan undirbúning, og vel skipulagðar æfingabúðir. Svo skemmtilega vildi til að við drógumst gegn MS í fyrstu viðureign, í beinni útsendingu frá útvarpssal við Skúlagötu. Þetta er svo langt síðan! Stjórnandi var Vernharður Linnet, og tók sá ágæti maður vel á móti okkur. Við vorum hins vegar fáliðaðir, með stuðningsmannalið sem teljandi var á fingrum annarar handar, á meðan MS-ingar troðfylltu salinn.

Við vissum lítið um mótherja okkar á þeim tíma, en síðar áttu þeir eftir að vera einir mestu Gettu betur banar í sögu keppninnar. Að sjálfsögðu er hér átt við tvíburabræðurna Sverri og Ármann Jakobssyni. Þeir rúlluðu okkur FÁS-urum upp og við sáum aldrei til sólar, fórum í rauninni á taugum. Svo einfalt var það.

Síðustu stundirnar fyrir útsendingu eru enn í fersku minni, er við biðum inni í einhverju bókaherbergi í útvarpshúsinu. Við að farast úr stressi á meðan tvibbarnir voru pollrólegir og bókstaflega soguðust að hillunum, náðu líklega að lesa þarna nokkrar bækur á mettíma. Og hvernig þeir handléku bækurnar. Eins og þeir héldu á gulli. Eftir á var það bara sannur heiður að verða þeirra fyrsta fórnarlamb, svona þegar martröðunum var lokið, því við tók áralöng sigurganga þeirra í Gettu betur.

A moment to remember... en vonandi gengur Skagfirðingum vel í Gettu betur í vetur. Ég mun að sjálfsögðu njóta þess að horfa á, makindalega upp í sófa og fussa og sveia, uss maður hefði nú getað svarað þessari....Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

chicken.

miðað við höfðatölu gengur skagfirðingum örugglega glimrandi. en þar sem fáar spurningar munu væntanlega varða tindastól og liverpool ertu sennilega ónothæfur hvortsemer....

en kannski kemur spurning um kulusuk. jamm, sannaðu til.

arnar valgeirsson, 12.9.2008 kl. 17:05

2 identicon

Sæll meistari!

Væntanlega muntu sjá eftir þessu það sem eftir er ævi þinnar, það jafnast ekkert á við að fá að svipta hulunni af fávísi sinni í sjónvarpi.

Áfram Liverpool.

G. Sverrir Þór (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 32002

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband