Gríðarlegt efni á ferð

Leitt að þeir Grétar Rafn og Heiðar komust ekki áfram með sínum liðum, en litlu munaði að annar Íslendingur, Aron Einar Gunnarsson, kæmist áfram með Coventry í framlengdum leik gegn Newcastle. Úrvalsdeildarliðið hafði betur en gaman var að fylgjast með Aroni. Þarna er gríðarlegt efni á ferð, sem á eftir að láta mikið að sér kveða í framtíðinni, sjáiði til. Eitilharður nagli, með ágæta boltatækni og getur tekið á harðasprett. Og innköstin, þvílíkur kraftur. Upp úr einu slíku náði Coventry að jafna og tryggja sér framlengingu. Vonandi að þessi drengur sleppi með meiðsli í þeim harða bolta sem spilaður er á Englandi, ekki síst í 1. deildinni.

Ef fleiri eintök af Aroni fara að sjást með íslenska landsliðinu þá gæti maður öðlast trú á þeim mannskap á ný. Kynslóðaskipti eru að eiga sér stað og vonandi ná hinir ungu atvinnumenn að springa út.aroneinar


mbl.is Bolton slegið út af 2. deildarliði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 129
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 129
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband