Sviðsett myndefni

Kemur ekki á óvart að Gasmaðurinn sé orðinn vinsæll, þó að hann hafi síst viljað það sjálfur. Ýmislegt má segja um framgöngu lögreglunnar við Rauðavatn á dögunum, og í raun allra sem þar áttu hlut að máli. Undarleg múgæsing átti sér stað og fjölmiðlamenn fylgdust að sjálfsögðu vel með. Heldur sterk finnst mér viðbrögðin hjá Láru Ómarsdóttur að segja upp störfum en hún stendur sterkari eftir, sem og fréttastofan. Hún verður fljótlega komin á fjölmiðil á ný. Ef ekki á Vísi.is eða Fréttablaðinu þá einhvers staðar annars staðar.

Fréttaefni getur auðveldlega orðið sviðsett sem slíkt og þá einkum myndefni,  þegar t.d. ljósmyndarar stilla upp fólki á mynd eða gera eitthvað til að gæða myndefnið lífi. En alvöru fréttaviðburði, einkum átök og slys, þurfa ljósmyndarar ekki að sviðsetja.

Stundum þarf þó að gera eitthvað til að kalla fram myndefnið. Fræg er sagan af Sveini heitnum Þormóðs er hann hafði lengi reynt að sitja fyrir hinum heimskunna grínara, Jerry Seinfeld, í Íslandsheimsókn sinni um árið. Seinfeld hafði verið fýldur í heimsókninni og ekki viljað tala við hérlenda fjölmiðla eða sitja fyrir á myndum hjá þeim. Þegar Seinfeld var að koma útaf Hótel Sögu, og rétt áður en hann steig upp í limmósínu, kallaði Svenni til hans af góðu færi: Mister Seinfeld, my wife loves you.  Seinfeld sneri sér við og brosti er hann sá til Sveins, sem að sjálfsögðu náði brosinu á mynd áður en grínarinnn uppgötvaði að þessi óvænti aðdáandi var blaðaljósmyndari!

En hin meinta ætlan Láru Ómarsdóttur um sviðsetningu á eggjakasti fölnar í samanburði við þetta ágæta myndbrot af YouTube sem einn ágætur vinnufélagi rakst á:

http://www.youtube.com/watch?v=9hL_DyvEV84

 


mbl.is Rétt aðferð við beitingu piparúða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband