Gjörsamlega óviðunandi

Nú held ég að við Púllarar séum að missa alla þolinmæði. Árangurinn undanfarið er gjörsamlega óviðunandi, fimmta jafnteflið í röð, og litlu mátti muna að illa færi í kvöld. Vinur minn Crouch kom okkur til bjargar, á þessum versta degi ársins, og kaldhæðni örlaganna að hann kom Benitez líka til bjargar, manninum sem því miður hefur ekki treyst Crouch til þess að vera í byrjunarliðinu. Hollenski hundurinn Kátur lafir alltaf inná, hleypur lafmóður um víðan völl og loks þegar hann kemst í færi þá fer hann á taugum. Stór orð um áreiðanlega hinn vænsta pilt, en Liverpool hefur í þessari stöðu ekki ráð á annars flokks framherja. Það mátti greina mikla reiði á svip stuðningsmanna liðsins á Anfield í kvöld og skal ekki undra, ýmis skilaboð til bandarísku eigendanna voru einnig áletruð á spjöld og fána.

Undiraldan á Anfield er greinileg og mér segir svo hugur að stóllinn hjá Rafa Benitez sé orðinn sjóðheiturDevil


mbl.is Jafntefli hjá Liverpool og Aston Villa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

ekki svona sár kallinn minn. villa er með hörkulið...

hinsvegar eru ekki öll dýrin í liverpoolskóginum vinir þessa dagana og það kann jú ekki góðri lukku að stýra. neibbs, aldeilis ekki.

arnar valgeirsson, 21.1.2008 kl. 23:10

2 Smámynd: Karl Jónsson

Þið Liverpool-menn eigið samúð mína alla þessa dagana!!

Karl Jónsson, 22.1.2008 kl. 15:10

3 identicon

Karlinn hefur nú ekki svakalega mikinn vinnufrið þessa dagana, það verður að viðurkennast...

Sigþór Óskarsson (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 00:13

4 identicon

Það hefur reyndar verið erfitt að vera Púlari í hálfan annan áratug... drulluerfitt.

Helgi Mar (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband