Krókurinn verði byggður upp

Hörmulegar fréttir af brunanum á Kaffi Krók og snertir alla Króksara, heimamenn sem burtflutta. Hugurinn er hjá Jóni Dan og Öldu, og áreiðanlega líka erfitt fyrir fyrri eigendur eins og Ómar Braga og Maríu Björk, sem opnuðu fyrst Kaffi Krók, að upplifa þetta. Um leið fylgja baráttukveðjur og hvatning um að byggja staðinn upp að nýju, Skagfirðingar eru ekki þekktir fyrir að gefast upp þótt á móti blási. Enda heyrðist mér á Jóni í kvöldfréttunum að það væri ekkert annað að gera en að byggja upp, Krókurinn má ekki við því að Jón yfirgefi staðinn, meistarakokkur á ferð, drengur góður og mætur Púllari !

Upp koma margar góðar minningar um þetta sögufræga hús, þær fyrstu frá því að Kaupfélagið rak þarna verslun og síðar þegar maður sótti sér skemmtun og góðar veitingar í mat og drykk. Húsið hafði það sterka ásýnd í gamla miðbænum að til að fylla upp í sárið verður hreinlega að byggja það upp að nýju, í sem upprunalegustu mynd.


mbl.is Stórbruni á Sauðárkróki í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Þungar fréttir já, þarna keypti ég mína fyrstu veiðistöng í gamla. Held að það ætti já huga að enduruppbyggingu þessa húss ef nokkur möguleiki er.

Ragnar Bjarnason, 18.1.2008 kl. 21:34

2 Smámynd: Björn Jóhann Björnsson

Það kenndi margra grasa í Byggó, en vek athygli á góðum pistli Kristján Bjarka, míns gamla bekkjarbróður og félaga, þar sem hann hvetur Skagfirðinga til að huga vel að örlögum og útliti gamla bæjarins.

http://kristjanb.blog.is/blog/kristjanb/entry/418451/

Björn Jóhann Björnsson, 19.1.2008 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband