Bjórþyrstir túristar

Nú er fríið á enda í bili og alvaran að taka við. Á ýmsa staði var þvælst, hér á landi og í Danmörku, en hér skal bókfært eitt lítið ferðalag út með Eyjafirðinum. Okkur datt í hug að þræða litlu þorpin út við fjörðinn vestan megin, fyrst Hjalteyri, síðan Hauganes og loks Árskógsströnd. Allt huggulegir staðir, og td athyglisvert að sjá ríkidæmið við mörg húsin á Hauganesið. Segir sagan að þar búi nokkrir kvótakóngar, sel það ekki dýrara en keypt var!

Á Árskógsströnd ókum við fyrir forvitnissakir að bjórverksmiðjunni þar sem sá ágæti mjöður, Kaldi, er bruggaður. Þar voru fyrir erlendir ferðamenn á sæmilega stórri rútu, sem greinilega höfðu fengið skoðunarferð um verksmiðjuna og bjór að smakka í lokin. Frá Ársskógsströndinni lá leiðin til Dalvíkur. Stóðst ekki mátið, kom við í Ríkinu og keypti að sjálfsögðu tvær kippur af Kalda, hvað annað! Aðra ljósa og hina dökka. Maður verður að upplifa Ísland á ferðalögunum! En viti menn, í kjölfar okkar kom rútan með sömu túristunum. Strunsuðu flestir þeirra inn í Ríkið og höfðu greinilega heillast af Kaldanum.

Næsti áfangastaður okkar var Ólafsfjörður, alltaf gaman að rúnta þar um og núna sést m.a. móta fyrir munna Héðinsfjarðarganga. Áður en farið var á Lágheiðina var litið við í söluskála á Ólafsfirði til að kaupa ís og prófa salernið. Við höfðum varla klárað okkur af, þegar sama græna rútan birtist á planinu. Kaldinn hafði greinilega gert var við sig, því túristarnir þurftu að komast á klóið!

Þarna skildu leiðir með okkur og túristunum bjórþyrstu, en Kaldanum voru gerð góð skil síðar í fríinu. Hreint ágætis mjöður....

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband